Enski boltinn

Cisse í fjögurra leikja bann en Heiðar fékk grænt ljós

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðar Helguson.
Heiðar Helguson. Mynd/AFP
Djibril Cisse var í kvöld dæmdur í fjögurra leikja bann í ensku úrvalsdeildinni en það er mikið áfall fyrir Queens Park Rangers sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Jákvæðu fréttir dagsins eru þó þær að íslenski framherjinn Heiðar Helguson má aftur byrja að æfa aftur á fullu.

Djibril Cisse, sem er 30 ára framherji, kom til Queens Park Rangers á láni frá Lazio í janúar og hefur skorað 3 mörk í fyrstu 5 deildarleikjum sínum með liðinu. Cisse fékk rautt spjald á móti Sunderland um helgina fyrir grófa tæklingu á Fraizer Campbell.

Þetta var annað rauða spjald Cisse í þessum fimm leikjum en hann fékk einnig beint rautt spjald á móti Wolves í byrjun febrúar.

Mark Hughes, stjóri Queens Park Rangers, getur vonandi farið að kalla á Heiðar Helguson á nýjan leik en Heiðar hefur ekki spilað með liðinu síðan í janúar. Heiðar fékk í dag grænt ljós frá læknum liðsins og má aftur fara að æfa af fullum krafti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×