Erlent

Lögfræðingar Kate og William mæta fyrir dómara í París

Lögfræðingar þeirra Kate Middleton og William Bretaprins munu mæta fyrir dómara í París nú fyrir hádegið þar sem þeir ætla að reyna að koma í veg fyrir frekari dreifingu á tímaritinu Closer með lögbanni en tímaritið birt hefur myndir af Kate nakinni að ofan.

Auk þess munu lögfræðingarnir fara fram á að glæpamál verði höfðað gegn ljósmyndaranum sem tók myndirnar.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að fari svo að lögbannið verði veitt muni það aðeins ná til blaðasala í Frakklandi en ekki utan þess.

Eins og kunnugt er af fréttum hefur írska blaðið Daily Star einnig birt myndirnar af Kate og ítalska tímaritið Chi hefur boðað birtingu á þeim. Bæði Closer og Chi eru í eigu fjölmiðlaveldis Silvio Berluconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×