Enski boltinn

Valencia óttast Tevez

Antonio Valencia, vængmaður Man. Utd, óttast að Argentínumaðurinn Carlos Tevez eigi eftir að skora markið sem skilur á milli Manchester-liðanna í baráttunni um enska meistaratitilinn.

Það er um mánuður þar til liðin mætast í deildinni en þeim leik er þegar stillt upp sem úrslitaleik ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin eru jöfn að stigum sem stendur en United getur náð þriggja stiga forskoti í kvöld er það mætir Fulham.

"Ef Carlos spilar gegn okkur þá er ég viss um að hann verður meira en klár í slaginn. Hann er frábær leikmaður sem getur breytt leikjum. Það sem hann gerði gegn Chelsea kom mér ekki á óvart," sagði Valencia.

"Ég ætla rétt að vona að hann skori ekki sigurmarkið í leiknum gegn okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×