Enski boltinn

Cech óttast ekki það fari eins fyrir Chelsea og Liverpool

Chelsea er í harðri baráttu um að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð og stendur þar höllum fæti sem stendur. Petr Cech, markvörður Chelsea, segir að árið verði glatað takist liðinu ekki að ná Meistaradeildarsæti.

Svo gæti farið að Chelsea þurfi hreinlega að vinna Meistaradeildina til þess að komast í keppnina á næstu leiktíð.

"Þetta yrði tapað ár ef við komumst ekki í Meistaradeildina. Fyrir stórt félag eins og okkar er hægt að sætta sig við að vinna ekki deildina þegar liðið gengur í gegnum breytingar en það má samt ekki missa af sæti í Meistaradeildinni þar sem stóru liðin taka þátt þar," sagði Cech sem hefur samt ekki áhyggjur af því að Chelsea verði eins og Liverpool missi liðið af sæti í Meistaradeidlinni einu sinni.

"Það eru mörg vandræði innan Liverpool en færri á vellinum. Þess vegna hefur liðið dottið út úr toppbaráttunni. Innviðin okkar eru aftur á móti það sterk að ég óttast ekki að það gæti farið eins fyrir okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×