Enski boltinn

Fabrice Muamba farinn að hreyfa sig úr rúminu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fabrice Muamba.
Fabrice Muamba. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, heldur áfram að braggast eftir að hafa orðið fyrir hjartastoppi í bikarleik Bolton og Tottenham fyrir rúmri viku. Muamba er farinn að geta hreyft sig úr rúminu sínu á sjúkrahúsinu en bata hans hefur verið líkt við kraftaverk.

Sjúkrahúsið og Bolton sendu frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem sagt var frá framförum Muamba og að nýjustu fréttir af honum séu hughreystandi og að þær veki vonir um frekari bata hjá þessum 23 ára gamla strák.

Muamba horfði í dag á svipmyndir af félögum sínum í Bolton vinna 2-1 sigur á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann gat yfirgefið rúmið sitt og borðað sjálfur. Muamba er áfram í gjörgæslu á sjúkrahúsinu og fjölskylda hans heldur heimsóknum til hans í algjöru lágmarki.

„Þeir sögðu mér að hann hafi sofnað í stöðunni 2-0 fyrir okkur en það var kannski sagt í meira gríni en alvöru," sagði Owen Coyle, stjóri Bolton, sem var að undirbúa liðið sitt fyrir bikarleik á móti Tottenham á morgun en sá leikur var einmitt flautaður af eftir að

Muamba hneig niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×