Fótbolti

Stjórnarformaður Al Wasl: Viljum hafa Maradona hamingjusaman

Diego Maradona er búinn að gera allt vitlaust hjá Al Wasl eftir að hann hótaði því að yfirgefa félagið ef hann fengi ekki meiri pening til leikmannakaupa fyrir næsta tímabil.

Stjórnarformaður félagsins, Marwan bin Beyat, segist ekki hafa rætt málið við Maradona en segir að markmið félagsins sé að halda þjálfaranum góðum.

"Við viljum hafa þjálfarann hamingjusaman. Hann verður beðinn um að senda okkur sínar óskir skriflega og við förum svo yfir það," sagði Bin Beyat.

Maradona skrifaði undir tveggja ára samning við félagið á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×