Enski boltinn

Stuart Pearce mun stjórna enska landsliðinu á móti Hollandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuart Pearce.
Stuart Pearce. Mynd/Nordic Photos/Getty
Enska knattspyrnusambandið tilkynnti það á blaðamannafundi í hádeginu að það verði Stuart Pearce, þjálfari enska 21 árs landsliðins, sem mun taka tímabundið við enska landsliðinu á meðan sambandið leitar að eftirmanni Fabio Capello.

Fabio Capello hætti sem þjálfari enska landsliðsins í gær eftir að hafa verið mjög ósáttur með ákvörðun stjórnar enska sambandsins um að taka fyrirliðabandið af John Terry vegna ósakanna um kynþáttaníð.

Enska landsliðið mætir Hollendingum í vináttulandsleik á Wembley 29. febrúar næstkomandi. Pearce hefur verið að gera frábæra hluti með enska 21 árs liðið að undanförnu.

Liðið kemur síðan ekki saman á ný í maí og því hefur enska sambandið smá tíma til að leita að nýjum þjálfara. Það eru samt aðeins fjórir mánuðir í að Evrópumótið hefjist og því liggur á að ráða nýjan þjálfara á liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×