Enski boltinn

Redknapp og Mandaric lýstir saklausir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Niðurstaða er komin í réttarhöldum þeirra Harry Redknapp og Milan Mandaric. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöður að þeir væru saklausir af ákærum um skattsvik.

Réttarhöldin hafa staðið yfir í um þrjár vikur og tók kviðdómur sér rúman sólarhring til að fara yfir málsgögnin.

Redknapp var gefið að sök að hafa skotið greiðslum frá Milan Mandaric undan skatti þegar þeir störfuðu saman hjá Portsmouth. Redknapp var knattspyrnustjóri félagsins en Mandaric eigandi.

Greiðslan nam um 189 þúsund pundum og sagði Redknapp að um gjöf hafi verið að ræða og tengdist starfi hans hjá Portsmouth á engan hátt.

Voru þeir lýstir saklausum í öllum ákæruatriðum og því lausir allra mála. Redknapp er knattspyrnustjóri Tottenham og mun nú snúa aftur til félagsins til að sinna sínum störfum þar.

Munu þeir hafa fallist í faðma þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómssalnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×