Grikkir þurfa enn á ný meiri aðstoð 21. ágúst 2012 07:30 Dimitris Avramopúlos og Guido Westerwelle Grískir og þýskir stjórnmálamenn hafa margt að ræða á næstu dögum og vikum. nordicphotos/AFP Seðlabanki Evrópusambandsins segir að það yrði öllum ríkjum Evrópusambandsins dýrkeypt ef Grikkir hrektust úr evrusamstarfinu. Þýskir ráðamenn þverneita enn að veita Grikkjum meira svigrúm til að ná endum saman. Enn á ný þurfa Grikkir að biðja um meiri fjárhagsaðstoð til að ná endum saman í ríkisbúskapnum. Þýskir ráðamenn hafa tekið illa í slíkt og sagt Grikki fyrst þurfa að standa við sparnaðarloforð sín. „Ég hef alltaf sagt að við getum hjálpað Grikkjum, en við getum ekki hent peningum í botnlausa hít,“ sagði til dæmis Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, á laugardaginn. Og Philip Rösler, sem er bæði efnahagsráðherra og aðstoðarkanslari Þýskalands, sagði nýverið að tilhugsunin um brotthvarf Grikklands af evrusvæðinu væri hætt að vera skelfileg. Hins vegar sagði Jörg Asmussen, þýskur embættismaður í seðlabanka Evrópusambandsins, að brotthvarf Grikkja af evrusvæðinu yrði dýrkeypt, þó vissulega væri það viðráðanlegt. „Því myndi fylgja minni hagvöxtur og meira atvinnuleysi, og það yrði mjög dýrt – í Grikklandi, í allri Evrópu og líka í Þýskalandi,“ sagði Asmussen. Gríska ríkisstjórnin var í gær að ganga frá síðustu endunum í 11,6 milljarða evra sparnaðarpakka, sem þó dugar ekki til því enn vantar 2,5 milljarða evra til að standa straum af næstu stóru afborgunum lána, í viðbót við það sem áður var talið að þyrfti. Megnið af sparnaðinum á að nást með því að lækka lífeyrisgreiðslur og velferðarbætur. Þetta yrði í fjórða sinn síðan 2010 sem gríska stjórnin lækkar greiðslur til lífeyrisþega, en þær hafa nú þegar verið lækkaðar um 40 prósent. Þá stendur til að 34 þúsund ríkisstarfsmenn missi vinnuna, en í staðinn verða þeir skráðir í svokallað varavinnuafl, þar sem þeir fá greiddan hluta launa sinna í eitt eða tvö ár, eða þangað til þeim verður endanlega sagt upp. Hvort Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telja þetta duga kemur í ljós í næsta mánuði, þegar fulltrúar ESB, AGS og seðlabanka Evrópusambandsins gefa út mat sitt á frammistöðu grísku stjórnarinnar. Mat þeirra ræður úrslitum um það hvort Grikkir fá frekari fjárhagsaðstoð úr neyðarsjóðum ESB og frá AGS. Antonis Samaras forsætisráðherra verður síðan á ferðalögum í Þýskalandi og Frakklandi í þessari viku, þar sem hann ætlar að reyna að sannfæra bæði Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Francois Hollande Frakklandsforseta um að slá af ítrustu kröfum. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Seðlabanki Evrópusambandsins segir að það yrði öllum ríkjum Evrópusambandsins dýrkeypt ef Grikkir hrektust úr evrusamstarfinu. Þýskir ráðamenn þverneita enn að veita Grikkjum meira svigrúm til að ná endum saman. Enn á ný þurfa Grikkir að biðja um meiri fjárhagsaðstoð til að ná endum saman í ríkisbúskapnum. Þýskir ráðamenn hafa tekið illa í slíkt og sagt Grikki fyrst þurfa að standa við sparnaðarloforð sín. „Ég hef alltaf sagt að við getum hjálpað Grikkjum, en við getum ekki hent peningum í botnlausa hít,“ sagði til dæmis Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, á laugardaginn. Og Philip Rösler, sem er bæði efnahagsráðherra og aðstoðarkanslari Þýskalands, sagði nýverið að tilhugsunin um brotthvarf Grikklands af evrusvæðinu væri hætt að vera skelfileg. Hins vegar sagði Jörg Asmussen, þýskur embættismaður í seðlabanka Evrópusambandsins, að brotthvarf Grikkja af evrusvæðinu yrði dýrkeypt, þó vissulega væri það viðráðanlegt. „Því myndi fylgja minni hagvöxtur og meira atvinnuleysi, og það yrði mjög dýrt – í Grikklandi, í allri Evrópu og líka í Þýskalandi,“ sagði Asmussen. Gríska ríkisstjórnin var í gær að ganga frá síðustu endunum í 11,6 milljarða evra sparnaðarpakka, sem þó dugar ekki til því enn vantar 2,5 milljarða evra til að standa straum af næstu stóru afborgunum lána, í viðbót við það sem áður var talið að þyrfti. Megnið af sparnaðinum á að nást með því að lækka lífeyrisgreiðslur og velferðarbætur. Þetta yrði í fjórða sinn síðan 2010 sem gríska stjórnin lækkar greiðslur til lífeyrisþega, en þær hafa nú þegar verið lækkaðar um 40 prósent. Þá stendur til að 34 þúsund ríkisstarfsmenn missi vinnuna, en í staðinn verða þeir skráðir í svokallað varavinnuafl, þar sem þeir fá greiddan hluta launa sinna í eitt eða tvö ár, eða þangað til þeim verður endanlega sagt upp. Hvort Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telja þetta duga kemur í ljós í næsta mánuði, þegar fulltrúar ESB, AGS og seðlabanka Evrópusambandsins gefa út mat sitt á frammistöðu grísku stjórnarinnar. Mat þeirra ræður úrslitum um það hvort Grikkir fá frekari fjárhagsaðstoð úr neyðarsjóðum ESB og frá AGS. Antonis Samaras forsætisráðherra verður síðan á ferðalögum í Þýskalandi og Frakklandi í þessari viku, þar sem hann ætlar að reyna að sannfæra bæði Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Francois Hollande Frakklandsforseta um að slá af ítrustu kröfum. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna