Innlent

Landi komst ekki til eyja

Tveir menn voru handteknir í dag grunaðir um að hafa ætlað að selja landa á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Lögreglan á Selfossi og á höfuðborgarsvæðinu lagði á hald á 65 lítra af 45 prósent landa.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu beindist grunur fljótt að tilteknum einstaklingi á Selfossi. Þar var gerð húsleit og fundust rúmir 58 lítrar til viðbótar auk stera.

Tveir menn voru handteknir í tengslum við málið en þeir voru saman í bíl á Selfossi.

Ábending barst um hvar framleiðslan fór fram en við nánari skoðun kom í ljós að tæki og tól voru ekki þar. Þau hafa ekki fundist og mennirnir tveir ekki sagt til þeirra. Hins vegar viðurkenndi annar þeirra að eiga landann og að hafa ætlað að selja hann á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×