Erlent

Ein stórkostlegasta sjálfsmynd allra tíma

mynd/ISS
Japanski geimfarinn Aki Hoshide náði einni mögnuðustu sjálfsmynd allra tíma um helgina. Myndin var tekin í rúmlega 85 kílómetra hæð yfir jörðu og á mörg þúsund kílómetra hraða.

Hoshide var við vinnu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina ISS þegar hann ákvað að taka sér stutta pásu frá hversdagsverkunum og taka eitt stykki sjálfsmynd.

Á myndinni má sjá Hoshide á sporbraut á jörðu en hún er endurspegluð í hjálmi geimfarans. Fyrir aftan má sjá sólina, fasta í tómarúmi geimsins.

Hoshide er enn í geimstöðinni. Áhöfn ISS hélt heim á leið í gær og lentu geimfararnir heilu og höldnu í Kasakstan. Hoshide þarf að bíða aðeins lengur enda mun hann sinna húsverkum einsamall í geimstöðinni næstu mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×