Íslenski boltinn

Ásgeir Börkur til reynslu hjá sænsku félagi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgeir Börkur í leik með Fylki.
Ásgeir Börkur í leik með Fylki.
Miðjumaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson heldur eftir helgi út til Svíþjóðar þar sem hann verður til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Åtvidaberg.

Þetta kom fram á Fótbolta.net en Ásgeir Börkur hefur verið lykilmaður í liði Fylkis undanfarin ár.

Ásgeir Börkur er nýbúinn að framlengja samning sinn við Fylki til næstu tveggja ára en hann er 24 ára gamall. Hann lék sem lánsmaður hjá liði Selfyssinga 2007 og 2008 og á alls að baki 92 leiki í deild og bikar með þessum liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×