Enski boltinn

West Brom tók Wolves í kennslustund

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
West Brom vann yfirburðasigur gegn Wolves í grannaslagnum liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag, 5-1. Peter Odemwingie skoraði þrennu.

Yfirburðir West Brom voru miklir en Wayne Hennessey, markvörður Úlfanna, bjargaði þó því sem bjargað varð með góðri frammistöðu á milli stanganna.

Odemwingie kom West Brom yfir á 34. mínútu en Steven Fletcher náði að jafna metin fyrir Wolves í lok fyrri hálfleiks.

West Brom tók endanlega öll völd í leiknum í seinni hálfleik. Odemwingie skoraði tvisvar og þeir Jonas Olsson og Keith Andrews eitt mark hvor.

West Brom hoppaði upp í fjórtánda sæti deildarinnar með sigrinum en Wolves er nú í fallsæti. Liðið er í átjánda sæti með 21 stig, rétt eins og Blackburn en nú með lakari markahlutfall.

Eggert Gunnþór Jónsson var á bekknum hjá Wolves og kom ekki við sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×