Íslenski boltinn

Gísli tók sæti Jóns í stjórn KSÍ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gísli Gíslason.
Gísli Gíslason.
Ársþing KSÍ fór fram í gær og var kosið um fjögur sæti í stjórn. Skagamaðurinn Gísli Gíslason er sá eini sem kemur nýr inn í hana.

Hann tekur sæti annars Skagamanns, Jóns Gunnlaugssonar, sem lét af störfum í gær eftir 22 ár hjá KSÍ.

Ragnhildur Skúladóttir, Lúðvík Georgsson og Rúnar Arnarson hafa setið í stjórn KSÍ síðustu ár og voru öll kjörin á ný.

Ragnhildur fékk flest atkvæði, 101 talsins, og kom Gísli næstur með 99 atkvæði. Lúðvík fékk 91 atkvæði og Rúnar 74.

Fyrir sitja í aðalstjórn þau Guðrún Inga Sívertsen, Vignir Már Þormóðsson, Gylfi Þór Orrason og Róbert Agnarsson. Kosið er til tveggja ára í senn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×