Enski boltinn

Rooney vill vera fyrirliði einn daginn en mælir með Gerrard

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rooney og Gerrard í leiknum í gær.
Rooney og Gerrard í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Wayne Rooney segist gjarnan vilja verða fyrirliði enska landsliðsins einn daginn en segir að Steven Gerrard eigi að taka við fyrirliðabandinu nú.

Rooney og Gerrard mættust í gær þegar að Manchester United vann 2-1 sigur á Liverpool á Old Trafford. Rooney skoraði bæði mörk United í leiknum.

Fyrirliðastaða enska landsliðsins er laus eftir að stjórn sambandsins ákvað að taka bandið af John Terry sem er nú sakaður um að hafa beitt annan leikmann kynþáttaníði.

„Fyrir alla þá sem eru að velta því fyrir sér þá myndi ég gjarnan vilja verða fyrirliði enska landsliðsins. En það er undir landsliðsþjálfaranum komið. Mér finnst Gerrard vera rétti kosturinn," skrifaði hann á Twitter-síðuna sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×