Enski boltinn

Framtíð Anfield gæti ráðist á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anfield og næsta nágrenni vallarins.
Anfield og næsta nágrenni vallarins. Mynd/Nordic Photos/Getty
Framtíð Anfield, heimavallar enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, gæti skýrst á morgun þegar borgarráð Liverpool fundar um framtíðarskipulag hverfisins í kringum leikvanginn. Liverpool vill frekar stækka völlinn en byggja nýjan völl á öðrum stað.

Borgarráð Liverpool mun ákveða það á morgun hvort að hún fyrirskipar eigendum húsanna í kringum Liverpool að selja fasteignir sínar svo hægt verði að stækka Anfield. Stækkun leikvangarins kallar á að húsin í kringum völlinn verði rifin en margir íbúar í hverfinu eru ekki alveg sáttir við það.

John Henry, eigandi Liverpool, vill frekar að Liverpool spili áfram á Anfield frekar en að félagið byggi nýjan leikvangi í Stanley Park. Stanley Park er garðurinn á milli Anfield og Goodison Park, heimavallar Everton, og er því ekki langt frá Anfield.

Anfield tekur 45.276 áhorfendur í dag og ekki er alveg ljóst hversu mikil stækkunin getur orðið. Nýi leikvangurinn í Stanley Park átti að taka 60.000 manns með möguleika á að stækka hann enn frekar.

Fari svo að Liverpool fái leyfi til að stækka völlinn þá má búast við að framkvæmdir hefjist árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×