Fótbolti

Messi og Ronaldo komast ekki í draumalið Cruyff

Hollenska goðsögnin, Johan Cruyff, er búinn að velja draumaliðið sitt. Hann valdi sitt besta lið allra tíma og fann hvorki pláss fyrir Lionel Messi né Cristiano Ronaldo.

Það er pláss í liðinu fyrir Englendinginn Sir Bobby Charlton og að sjálfsögðu eru Maradona og Pelé á sínum stað.

Cruyff var að gefa út bók og í bókinni velur hann þetta lið sem er eðlilega að vekja athygli.

Draumalið Cruyff:

Lev Yashin, Rússland

Carlos Alberto, Brasilía

Franz Beckenbauer, Þýskaland

Rudi Krol, Holland

Pep Guardiola, Spánn

Alfredo di Stefano, Arg/Kól/Spá

Petrus Keizer, Holland

Diego Maradona, Argentína

Pelé, Brasilía

Garrincha, Brasilía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×