Innlent

Ákærður fyrir að svíkja út 40 milljónir af korti Magnúsar Ármanns

Magnús Ármann, fjárfestir og athafnamaður
Magnús Ármann, fjárfestir og athafnamaður
Sextugur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa svíkja út tæplega fjörutíu milljónir króna af kreditkorti Magnúsar Ármann fjárfestist og athafnamanns. Talið er að maðurinn hafi komist yfir kreditkortanúmer kortsins á barnum Strawberries í miðbæ Reykjavíkur.

Þetta kemur fram á vef RÚV nú í kvöld. Þar segir að níu mánuðir hafi liðið frá því að maðurinn tók fyrst út af kortinu þar til Magnús áttaði sig á þjófnaðinum.

Upphæðin var tekin út í 32 færslum, að því er segir á vef RÚV. Magnús kærði málið til lögreglu og er komið inn í dómsal. Maðurinn neitaði sök við aðalmeðferðina og sagði að Magnús hefði heimilað úttektirnar.

Frétt RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×