Ferðamönnum gæti fækkað um 48 þúsund Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. september 2012 18:54 Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hækkun virðisaukaskatts á gistingu bitnar verst á Reykjavík vegna allra litlu gistiheimilanna sem þar eru. Þetta segir Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ferðamönnum gæti fækkað um 48 þúsund, samkvæmt svörtustu spám Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Hækkun virðisaukaskatts á gistingu hefur vakið afar hörð viðbrögð meðal aðila í ferðaþjónustu en í fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að vaskurinn hækki úr 7 - 25,5% en vaskurinn á gistingu lækkaði í neðra skattþrep 2006. Framkvæmdastjóri Icelandair Hotels sagði þetta: „Rothögg, aðeins eitt orð fyrir það," í kvöldfréttum okkar í ágúst sl. Að mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands gæti þessi hækkun valdið því að gistinóttum fækki um 1,7 - 5,5 prósent. Svartsýnasta spá stofnunarinnar gerir ráð fyrir fækkun upp á 48 þúsund ferðamenn á ársgrundvelli. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði í grein í Fréttablaðinu um síðustu helgi að nettóáhrifin af þessari hækkun yrðu neikvæð á endanum fyrir ríkissjóð þá væri betur heima setið en af stað farið. Stjórnvöld benda hins vegar á að þetta sé nauðsynleg tekjuöflun og vaskur á gistingu sé lægstur hér af hinum Norðurlöndunum. Færsla í efra skattþrep sé eðlilegt skref. Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir áhrifin á Reykjavík sérstaklega neikvæð þar sem þetta bitni ekki einungis á hótelum heldur einnig á öllum smærri fyrirtækjum í ferðaþjónustu í bænum, öllum gistiheimilunum. Skattahækkunin bitni þannig verst á Reykjavík af öllum landshlutum. „Greinin sjálf verður að taka þetta og það mun gera aðilum í ferðaþjónustu erfiðara að fjárfesta, erfiðara að ráða nýtt fólk og þannig lendir þetta á okkur öllum fyrir rest. Það hefði þurft að gera þetta með öðrum hætti. Það hefði þurft að gera þetta yfir lengri tíma, þannig að menn gætu undirbúið sig. Þetta er eitt af stóru vandamálunum við þessa ríkisstjórn að það er að þeim tekst aldrei að vinna þessa hluti í góðu samstarfi við atvinnulífið," segir Illugi Gunnarsson. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Hækkun virðisaukaskatts á gistingu bitnar verst á Reykjavík vegna allra litlu gistiheimilanna sem þar eru. Þetta segir Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ferðamönnum gæti fækkað um 48 þúsund, samkvæmt svörtustu spám Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Hækkun virðisaukaskatts á gistingu hefur vakið afar hörð viðbrögð meðal aðila í ferðaþjónustu en í fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að vaskurinn hækki úr 7 - 25,5% en vaskurinn á gistingu lækkaði í neðra skattþrep 2006. Framkvæmdastjóri Icelandair Hotels sagði þetta: „Rothögg, aðeins eitt orð fyrir það," í kvöldfréttum okkar í ágúst sl. Að mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands gæti þessi hækkun valdið því að gistinóttum fækki um 1,7 - 5,5 prósent. Svartsýnasta spá stofnunarinnar gerir ráð fyrir fækkun upp á 48 þúsund ferðamenn á ársgrundvelli. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði í grein í Fréttablaðinu um síðustu helgi að nettóáhrifin af þessari hækkun yrðu neikvæð á endanum fyrir ríkissjóð þá væri betur heima setið en af stað farið. Stjórnvöld benda hins vegar á að þetta sé nauðsynleg tekjuöflun og vaskur á gistingu sé lægstur hér af hinum Norðurlöndunum. Færsla í efra skattþrep sé eðlilegt skref. Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir áhrifin á Reykjavík sérstaklega neikvæð þar sem þetta bitni ekki einungis á hótelum heldur einnig á öllum smærri fyrirtækjum í ferðaþjónustu í bænum, öllum gistiheimilunum. Skattahækkunin bitni þannig verst á Reykjavík af öllum landshlutum. „Greinin sjálf verður að taka þetta og það mun gera aðilum í ferðaþjónustu erfiðara að fjárfesta, erfiðara að ráða nýtt fólk og þannig lendir þetta á okkur öllum fyrir rest. Það hefði þurft að gera þetta með öðrum hætti. Það hefði þurft að gera þetta yfir lengri tíma, þannig að menn gætu undirbúið sig. Þetta er eitt af stóru vandamálunum við þessa ríkisstjórn að það er að þeim tekst aldrei að vinna þessa hluti í góðu samstarfi við atvinnulífið," segir Illugi Gunnarsson. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira