Fótbolti

Umboðsskrifstofa lögsækir Galaxy vegna kaupanna á Robbie Keane

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Bandaríska umboðsskrifstofan Real Time International Ltd (RTI) krefst 385 þúsund dollara eða sem nemur um 47 milljónum íslenskra króna vegna síns þáttar í kaupum L.A. Galaxy á Robbie Keane frá Tottenham á síðasta ári.

Að sögn RTI leitaði L.A. Galaxy til skrifstofunnar og bað um aðstoð í leit að sterkum leikmanni sem hægt væri að fá til félagsins á innan við tíu dögum. Í kjölfarið gekk Galaxy frá kaupunum á Keane frá Tottenham en RTI segist ekki hafa fengið greislu vegna vinnu sinnar.

RTI segist hafa óskað eftir hefðbundinni prósentu af kaupverði Keane sem var 3,5 milljónir punda eða um 690 milljónir króna.

Lögsókn RTI beinist bæði gegn Galaxy og MLS-deildinni sem enn hefur ekki tjáð sig vegna málsins.

Með Keane innanborðs varð Galaxy meistari á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×