Íslenski boltinn

David Winnie: Sigursteinn var frábær manneskja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Winnie, fyrrum leikmaður og þjálfari KR-inga.
David Winnie, fyrrum leikmaður og þjálfari KR-inga.
David Winnie sem lék knattspyrnu með KR árin 1998 til 2000 segir að það hafi verið sárt að frétta af andláti fyrrverandi samherja síns Sigursteins Gíslasonar. Sem kunnugt er lést Sigursteinn í síðustu viku aðeins 43 ára eftir baráttu við krabbamein.

Winnie og Sigursteinn urðu Íslandsmeistarar saman með KR árin 1999 og 2000 en KR ingar höfðu beðið í 31 ár frá síðasta Íslandsmeistaratitli.

"Ég varð mjög sorgmæddur þegar ég heyrði tíðindin. Þetta er mikill harmleikur. Mér verður alltaf minnistætt hversu frábær manneskja Sigursteinn var. Hann var svo innilega góður drengur og ég upplifði það á marga vegu. Ég bið fyrir mínar dýpstu samúðarkveðjur til eiginkonu hans og barna." sagði Skotinn í samtali við Stöð 2 um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×