Enski boltinn

Newcastle að kaupa framherja frá Freiburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Papiss Cisse fagnar marki í leik með Freiburg.
Papiss Cisse fagnar marki í leik með Freiburg. Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Newcastle vera að ganga frá kaupum á sóknarmaninnum Papiss Cisse sem hefur leikið með Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni.

Cisse er 26 ára gamall Senegali sem hefur slegið í gegn í þýsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði 22 mörk á síðustu leiktíð og hefur skorað níu til þessa á yfirstandandi tímabili.

Þó nokkur ensk félög voru á höttunum eftir kappanum, svo sem Arsenal, Tottenham, Blackburn og Aston Villa auk þess sem að Sunderland var nálægt því að kaupa hann síðasta sumar.

Cisse er nú að undirbúa sig fyrir Afríkukeppnina í knattspyrnu með landsliði Senegal. Þar leikur einnig Demba Ba sem hefur verið helsti markaskorari Newcastle á tímabilinu.

En talið er að hann sé nú á leiðinni til Newcastle til að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning. Þá er einnig fullyrt að Freiburg hafi samþykkt tíu milljóna evra tilboð í kappann frá Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×