Eins og í lygasögu | Tvö mörk City í uppbótartíma 13. maí 2012 00:01 nordic photos/getty images Manchester City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn á ótrúlegan hátt í dag. Liðið þurfti tvö mörk til þess að tryggja sér titilinn þegar venjulegur leiktími var liðinn í leik þeirra gegn QPR. City tókst hið ótrúlega og er Englandsmeistari. Þetta er fyrsti Englandsmeistaratitill City í 44 ár og sá titill vinnst á markatölu. Það var lítið líf í sóknarleik City framan af og liðið skapaði ekki neina almennilega hættu við mark QPR. Gestirnir gáfu fá færi á sér og lágu mjög aftarlega. Ekki skánaði útlitið fyrir City er Yaya Toure byrjaði að haltra um völlinn. Skömmu áður en hann fór af velli náði hann aftur á móti að leggja upp mark fyrir Zabaleta. Léku vel saman í teignum, Zabaleta átti fast skot beint á Paddy Kenny sem varði boltann yfir sig og þannig lak hann í netið. City búið að brjóta ísinn. Í upphafi síðari hálfleiks gerði Joleon Lescott sig sekan um mistök. Skalli hans fór aftur fyrir hann, beint á Djibril Cissé sem var í dauðafæri og kláraði færið laglega. Nokkrum mínútum síðar gerði Joey Barton sig sekan um ótrúlega glórulaust athæfi. Hann lét reka sig af velli eftir að hafa gefið Carlos Tevez olnbogaskot fjarri boltanum. Barton missti algjörlega stjórn á sér í kjölfarið og sparkaði meðal annars með hnénu í Sergio Aguero. Barton á von á löngu banni og ótrúleg hegðun hjá manninum þar sem liðið hans var að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Héldu nú flestir að ballið væri búið. City hóf algjöra stórskotahríð að marki QPR og markið lá í loftinu. QPR komst svo loksins í skyndsókn og voru fáir leikmenn City í vörn. Armand Traore skeiðaði upp völlinn, gaf glæsilega sendingi inn í teiginn þar sem Jamie Mackie var óvaldaður. Hann skallaði boltann laglega í markið og kom tíu leikmönnum QPR yfir. Ótrúlegir hlutir að gerast á Etihad-vellinum. Man. City hélt uppi ótrúlegri pressu það sem eftir lifði leiks en gekk illa að skapa sér færu. Staðan enn 1-2 þegar 90 mínútur voru liðnar og 5 mínútum bætt við. Það var liðin rúm mínúta af uppbótartíma er City skoraði loksins. Það gerði Edin Dzeko með skallamarki. City hafði nú þrjár mínútur til þess að skora annað mark og tryggja sér titilinn. Það tókst þeim. Sergio Aguero skoraði þegar 90 sekúndur voru eftir af uppbótartímanum. Hreint ótrúleg endurkoma hjá Man. City og fögnuðurinn lyginni líkastur. Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Manchester City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn á ótrúlegan hátt í dag. Liðið þurfti tvö mörk til þess að tryggja sér titilinn þegar venjulegur leiktími var liðinn í leik þeirra gegn QPR. City tókst hið ótrúlega og er Englandsmeistari. Þetta er fyrsti Englandsmeistaratitill City í 44 ár og sá titill vinnst á markatölu. Það var lítið líf í sóknarleik City framan af og liðið skapaði ekki neina almennilega hættu við mark QPR. Gestirnir gáfu fá færi á sér og lágu mjög aftarlega. Ekki skánaði útlitið fyrir City er Yaya Toure byrjaði að haltra um völlinn. Skömmu áður en hann fór af velli náði hann aftur á móti að leggja upp mark fyrir Zabaleta. Léku vel saman í teignum, Zabaleta átti fast skot beint á Paddy Kenny sem varði boltann yfir sig og þannig lak hann í netið. City búið að brjóta ísinn. Í upphafi síðari hálfleiks gerði Joleon Lescott sig sekan um mistök. Skalli hans fór aftur fyrir hann, beint á Djibril Cissé sem var í dauðafæri og kláraði færið laglega. Nokkrum mínútum síðar gerði Joey Barton sig sekan um ótrúlega glórulaust athæfi. Hann lét reka sig af velli eftir að hafa gefið Carlos Tevez olnbogaskot fjarri boltanum. Barton missti algjörlega stjórn á sér í kjölfarið og sparkaði meðal annars með hnénu í Sergio Aguero. Barton á von á löngu banni og ótrúleg hegðun hjá manninum þar sem liðið hans var að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Héldu nú flestir að ballið væri búið. City hóf algjöra stórskotahríð að marki QPR og markið lá í loftinu. QPR komst svo loksins í skyndsókn og voru fáir leikmenn City í vörn. Armand Traore skeiðaði upp völlinn, gaf glæsilega sendingi inn í teiginn þar sem Jamie Mackie var óvaldaður. Hann skallaði boltann laglega í markið og kom tíu leikmönnum QPR yfir. Ótrúlegir hlutir að gerast á Etihad-vellinum. Man. City hélt uppi ótrúlegri pressu það sem eftir lifði leiks en gekk illa að skapa sér færu. Staðan enn 1-2 þegar 90 mínútur voru liðnar og 5 mínútum bætt við. Það var liðin rúm mínúta af uppbótartíma er City skoraði loksins. Það gerði Edin Dzeko með skallamarki. City hafði nú þrjár mínútur til þess að skora annað mark og tryggja sér titilinn. Það tókst þeim. Sergio Aguero skoraði þegar 90 sekúndur voru eftir af uppbótartímanum. Hreint ótrúleg endurkoma hjá Man. City og fögnuðurinn lyginni líkastur.
Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira