Eins og í lygasögu | Tvö mörk City í uppbótartíma 13. maí 2012 00:01 nordic photos/getty images Manchester City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn á ótrúlegan hátt í dag. Liðið þurfti tvö mörk til þess að tryggja sér titilinn þegar venjulegur leiktími var liðinn í leik þeirra gegn QPR. City tókst hið ótrúlega og er Englandsmeistari. Þetta er fyrsti Englandsmeistaratitill City í 44 ár og sá titill vinnst á markatölu. Það var lítið líf í sóknarleik City framan af og liðið skapaði ekki neina almennilega hættu við mark QPR. Gestirnir gáfu fá færi á sér og lágu mjög aftarlega. Ekki skánaði útlitið fyrir City er Yaya Toure byrjaði að haltra um völlinn. Skömmu áður en hann fór af velli náði hann aftur á móti að leggja upp mark fyrir Zabaleta. Léku vel saman í teignum, Zabaleta átti fast skot beint á Paddy Kenny sem varði boltann yfir sig og þannig lak hann í netið. City búið að brjóta ísinn. Í upphafi síðari hálfleiks gerði Joleon Lescott sig sekan um mistök. Skalli hans fór aftur fyrir hann, beint á Djibril Cissé sem var í dauðafæri og kláraði færið laglega. Nokkrum mínútum síðar gerði Joey Barton sig sekan um ótrúlega glórulaust athæfi. Hann lét reka sig af velli eftir að hafa gefið Carlos Tevez olnbogaskot fjarri boltanum. Barton missti algjörlega stjórn á sér í kjölfarið og sparkaði meðal annars með hnénu í Sergio Aguero. Barton á von á löngu banni og ótrúleg hegðun hjá manninum þar sem liðið hans var að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Héldu nú flestir að ballið væri búið. City hóf algjöra stórskotahríð að marki QPR og markið lá í loftinu. QPR komst svo loksins í skyndsókn og voru fáir leikmenn City í vörn. Armand Traore skeiðaði upp völlinn, gaf glæsilega sendingi inn í teiginn þar sem Jamie Mackie var óvaldaður. Hann skallaði boltann laglega í markið og kom tíu leikmönnum QPR yfir. Ótrúlegir hlutir að gerast á Etihad-vellinum. Man. City hélt uppi ótrúlegri pressu það sem eftir lifði leiks en gekk illa að skapa sér færu. Staðan enn 1-2 þegar 90 mínútur voru liðnar og 5 mínútum bætt við. Það var liðin rúm mínúta af uppbótartíma er City skoraði loksins. Það gerði Edin Dzeko með skallamarki. City hafði nú þrjár mínútur til þess að skora annað mark og tryggja sér titilinn. Það tókst þeim. Sergio Aguero skoraði þegar 90 sekúndur voru eftir af uppbótartímanum. Hreint ótrúleg endurkoma hjá Man. City og fögnuðurinn lyginni líkastur. Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
Manchester City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn á ótrúlegan hátt í dag. Liðið þurfti tvö mörk til þess að tryggja sér titilinn þegar venjulegur leiktími var liðinn í leik þeirra gegn QPR. City tókst hið ótrúlega og er Englandsmeistari. Þetta er fyrsti Englandsmeistaratitill City í 44 ár og sá titill vinnst á markatölu. Það var lítið líf í sóknarleik City framan af og liðið skapaði ekki neina almennilega hættu við mark QPR. Gestirnir gáfu fá færi á sér og lágu mjög aftarlega. Ekki skánaði útlitið fyrir City er Yaya Toure byrjaði að haltra um völlinn. Skömmu áður en hann fór af velli náði hann aftur á móti að leggja upp mark fyrir Zabaleta. Léku vel saman í teignum, Zabaleta átti fast skot beint á Paddy Kenny sem varði boltann yfir sig og þannig lak hann í netið. City búið að brjóta ísinn. Í upphafi síðari hálfleiks gerði Joleon Lescott sig sekan um mistök. Skalli hans fór aftur fyrir hann, beint á Djibril Cissé sem var í dauðafæri og kláraði færið laglega. Nokkrum mínútum síðar gerði Joey Barton sig sekan um ótrúlega glórulaust athæfi. Hann lét reka sig af velli eftir að hafa gefið Carlos Tevez olnbogaskot fjarri boltanum. Barton missti algjörlega stjórn á sér í kjölfarið og sparkaði meðal annars með hnénu í Sergio Aguero. Barton á von á löngu banni og ótrúleg hegðun hjá manninum þar sem liðið hans var að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Héldu nú flestir að ballið væri búið. City hóf algjöra stórskotahríð að marki QPR og markið lá í loftinu. QPR komst svo loksins í skyndsókn og voru fáir leikmenn City í vörn. Armand Traore skeiðaði upp völlinn, gaf glæsilega sendingi inn í teiginn þar sem Jamie Mackie var óvaldaður. Hann skallaði boltann laglega í markið og kom tíu leikmönnum QPR yfir. Ótrúlegir hlutir að gerast á Etihad-vellinum. Man. City hélt uppi ótrúlegri pressu það sem eftir lifði leiks en gekk illa að skapa sér færu. Staðan enn 1-2 þegar 90 mínútur voru liðnar og 5 mínútum bætt við. Það var liðin rúm mínúta af uppbótartíma er City skoraði loksins. Það gerði Edin Dzeko með skallamarki. City hafði nú þrjár mínútur til þess að skora annað mark og tryggja sér titilinn. Það tókst þeim. Sergio Aguero skoraði þegar 90 sekúndur voru eftir af uppbótartímanum. Hreint ótrúleg endurkoma hjá Man. City og fögnuðurinn lyginni líkastur.
Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira