Enski boltinn

Mancini: Við áttum skilið að vinna titilinn

Mancini var spenntur á hliðarlínunni í dag.
Mancini var spenntur á hliðarlínunni í dag.
Roberto Mancini, stjóri Man. City, missti skiljanlega stjórn á tilfinningum sínum eftir að Man. City varð Englandsmeistari á ótrúlegan hátt í dag.

"Þetta var ótrúlegur fótbolti. Þessi sigur er fyrir stuðningsmennina. Þeir eiga þetta skilið. Að vinna á þennan hátt er ótrúlegt. Ég hef aldrei upplifað aðra eins spennu," sagði brosmildur Mancini.

"Við áttum ekki skilið að tapa þessum leik því við áttum haug af færum. Við eigum skilið að vinna þennan titil. Eftir 44 ára bið þá tileinka ég stuðningsmönnunum þennan titil. Þetta var brjálað tímabil og brjálaðar lokamínútur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×