Enski boltinn

Kompany: Ég vil aldrei vinna svona aftur

Joe Hart markvörður fagnar.
Joe Hart markvörður fagnar. vísir/getty
Vincent Kompany, fyrirliði Man. City, var nánast steinrunninn eftir algjörlega lygilegan sigur Man. City á QPR sem tryggði þeim Englandsmeistaratitilinn.

"Ég vildi gjarna segja að þetta væri stærsta stund lífs míns en get sagt af fullum heiðarleika að ég vil aldrei aftur vinna á þennan hátt," sagði Kompany og var augljóslega búinn á því andlega.

"Við komumst ekki í gegnum vörnina þeirra í seinni hálfleik. Gafst ég upp? Nei, ég hætti aldrei að trúa. Þegar Edin skoraði þá rifjuðust upp önnur mörk sem við höfðum skorað undir lokin.

"Þar sem við höfum gert þetta áður þá var engin ástæða til þess að hætta að trúa."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×