Refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi ekki lengur fjarlægur möguleiki Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. maí 2012 17:00 Evrópuþingið mun í næsta mánuði fjalla um lagareglur sem heimila Evrópusambandinu að beita Ísland viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar. Talsmaður sjávarútvegsstjóra ESB segir að þótt Evrópuþingið samþykki reglurnar sé ekki sjálfgefið að þeim verði beitt. Drög að reglugerð um viðskiptaþvinganir gegn ríkjum sem stunda ósjálfbærar veiðar hafa verið til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins. Á grundvelli þessarar reglugerðar, ef hún verður að veruleika, mun Evrópusambandið geta sett löndunarbann, viðskiptabann og hafnarbann á þau ríki sem sambandið telur stunda ósjálfbærar veiðar, ekki bara vegna viðskipta með makríl heldur almennt vegna sjávarafurða. ESB gæti á grundvelli þessarar heimildar sett viðskiptabann á vörur frá Íslandi. Talsmaður sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins segir að markmið sambandsins hafi alltaf verið að ná samkomulagi við Ísland og Færeyjar í makríldeilunni. „Það sem er í undirbúningi núna er almenn reglugerð sem tengist ekki sérstaklega makríl," segir Oliver Drewes, talsmaður Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB. Já, en ef viðskiptabann verður sett á á grundvelli þessarar reglugerðar mun það ekki brjóta gegn einni af grunnstoðum EES-samningsins, sem Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa við Evrópusambandið, um frjálst vöruflæði? „Reglugerðin fjallar um það að ef þriðja ríki brýtur reglur um sjálfbærni í fiskveiðum, hvaða ríki sem það er, en þú ert sérstaklega að tala um Ísland, gæti það staðið frammi fyrir refsiaðgerðum vegna hennar," segir Drewes. Hann svarar spurningunni ekki beint, hvort reglugerðin brjóti ekki gegn fjórfrelsinu. Hvenær gæti þessi reglugerð komið fram, í fyrsta lagi? „Það fer eftir þróun mála á Evrópuþinginu, þ.e.a.s. hvenær þingið greiðir atkvæði um þetta. Mér skilst að sérstök nefnd hafi greitt atkvæði um hana og samþykkt hana samhljóða." Drewes vitnar til þess að reglugerðin hafi verið til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins, þar sem hún var samþykkt. Reglugerðin verður til umfjöllunar á sjálfu Evrópuþinginu í júní næstkomandi. Refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi eru þar með ekki lengur fjarlægur möguleiki, ef þingið samþykkir þessar reglur í júní. Oliver Drewes segir hins vegar mikilvægt að hafa í huga að þótt heimildin verði lögfest sé ekki sjálfgefið að henni verði beitt gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum. Tengdar fréttir Gagnrýndi fyrirhugaðar aðgerðir ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi harkalega hugmyndir sem eru til umræðu innan ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi vegna makríldeilunnar, á fundi EES-ráðsins í gær. Þar voru fulltrúar EFTA-ríkjanna og Danir fyrir hönd ESB. 15. maí 2012 07:30 Viðskiptabann á Íslendinga ef ekki verður samið fljótlega María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki náist samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. 14. maí 2012 12:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Fleiri fréttir Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Sjá meira
Evrópuþingið mun í næsta mánuði fjalla um lagareglur sem heimila Evrópusambandinu að beita Ísland viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar. Talsmaður sjávarútvegsstjóra ESB segir að þótt Evrópuþingið samþykki reglurnar sé ekki sjálfgefið að þeim verði beitt. Drög að reglugerð um viðskiptaþvinganir gegn ríkjum sem stunda ósjálfbærar veiðar hafa verið til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins. Á grundvelli þessarar reglugerðar, ef hún verður að veruleika, mun Evrópusambandið geta sett löndunarbann, viðskiptabann og hafnarbann á þau ríki sem sambandið telur stunda ósjálfbærar veiðar, ekki bara vegna viðskipta með makríl heldur almennt vegna sjávarafurða. ESB gæti á grundvelli þessarar heimildar sett viðskiptabann á vörur frá Íslandi. Talsmaður sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins segir að markmið sambandsins hafi alltaf verið að ná samkomulagi við Ísland og Færeyjar í makríldeilunni. „Það sem er í undirbúningi núna er almenn reglugerð sem tengist ekki sérstaklega makríl," segir Oliver Drewes, talsmaður Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB. Já, en ef viðskiptabann verður sett á á grundvelli þessarar reglugerðar mun það ekki brjóta gegn einni af grunnstoðum EES-samningsins, sem Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa við Evrópusambandið, um frjálst vöruflæði? „Reglugerðin fjallar um það að ef þriðja ríki brýtur reglur um sjálfbærni í fiskveiðum, hvaða ríki sem það er, en þú ert sérstaklega að tala um Ísland, gæti það staðið frammi fyrir refsiaðgerðum vegna hennar," segir Drewes. Hann svarar spurningunni ekki beint, hvort reglugerðin brjóti ekki gegn fjórfrelsinu. Hvenær gæti þessi reglugerð komið fram, í fyrsta lagi? „Það fer eftir þróun mála á Evrópuþinginu, þ.e.a.s. hvenær þingið greiðir atkvæði um þetta. Mér skilst að sérstök nefnd hafi greitt atkvæði um hana og samþykkt hana samhljóða." Drewes vitnar til þess að reglugerðin hafi verið til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins, þar sem hún var samþykkt. Reglugerðin verður til umfjöllunar á sjálfu Evrópuþinginu í júní næstkomandi. Refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi eru þar með ekki lengur fjarlægur möguleiki, ef þingið samþykkir þessar reglur í júní. Oliver Drewes segir hins vegar mikilvægt að hafa í huga að þótt heimildin verði lögfest sé ekki sjálfgefið að henni verði beitt gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum.
Tengdar fréttir Gagnrýndi fyrirhugaðar aðgerðir ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi harkalega hugmyndir sem eru til umræðu innan ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi vegna makríldeilunnar, á fundi EES-ráðsins í gær. Þar voru fulltrúar EFTA-ríkjanna og Danir fyrir hönd ESB. 15. maí 2012 07:30 Viðskiptabann á Íslendinga ef ekki verður samið fljótlega María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki náist samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. 14. maí 2012 12:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Fleiri fréttir Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Sjá meira
Gagnrýndi fyrirhugaðar aðgerðir ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi harkalega hugmyndir sem eru til umræðu innan ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi vegna makríldeilunnar, á fundi EES-ráðsins í gær. Þar voru fulltrúar EFTA-ríkjanna og Danir fyrir hönd ESB. 15. maí 2012 07:30
Viðskiptabann á Íslendinga ef ekki verður samið fljótlega María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki náist samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. 14. maí 2012 12:00