Refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi ekki lengur fjarlægur möguleiki Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. maí 2012 17:00 Evrópuþingið mun í næsta mánuði fjalla um lagareglur sem heimila Evrópusambandinu að beita Ísland viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar. Talsmaður sjávarútvegsstjóra ESB segir að þótt Evrópuþingið samþykki reglurnar sé ekki sjálfgefið að þeim verði beitt. Drög að reglugerð um viðskiptaþvinganir gegn ríkjum sem stunda ósjálfbærar veiðar hafa verið til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins. Á grundvelli þessarar reglugerðar, ef hún verður að veruleika, mun Evrópusambandið geta sett löndunarbann, viðskiptabann og hafnarbann á þau ríki sem sambandið telur stunda ósjálfbærar veiðar, ekki bara vegna viðskipta með makríl heldur almennt vegna sjávarafurða. ESB gæti á grundvelli þessarar heimildar sett viðskiptabann á vörur frá Íslandi. Talsmaður sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins segir að markmið sambandsins hafi alltaf verið að ná samkomulagi við Ísland og Færeyjar í makríldeilunni. „Það sem er í undirbúningi núna er almenn reglugerð sem tengist ekki sérstaklega makríl," segir Oliver Drewes, talsmaður Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB. Já, en ef viðskiptabann verður sett á á grundvelli þessarar reglugerðar mun það ekki brjóta gegn einni af grunnstoðum EES-samningsins, sem Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa við Evrópusambandið, um frjálst vöruflæði? „Reglugerðin fjallar um það að ef þriðja ríki brýtur reglur um sjálfbærni í fiskveiðum, hvaða ríki sem það er, en þú ert sérstaklega að tala um Ísland, gæti það staðið frammi fyrir refsiaðgerðum vegna hennar," segir Drewes. Hann svarar spurningunni ekki beint, hvort reglugerðin brjóti ekki gegn fjórfrelsinu. Hvenær gæti þessi reglugerð komið fram, í fyrsta lagi? „Það fer eftir þróun mála á Evrópuþinginu, þ.e.a.s. hvenær þingið greiðir atkvæði um þetta. Mér skilst að sérstök nefnd hafi greitt atkvæði um hana og samþykkt hana samhljóða." Drewes vitnar til þess að reglugerðin hafi verið til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins, þar sem hún var samþykkt. Reglugerðin verður til umfjöllunar á sjálfu Evrópuþinginu í júní næstkomandi. Refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi eru þar með ekki lengur fjarlægur möguleiki, ef þingið samþykkir þessar reglur í júní. Oliver Drewes segir hins vegar mikilvægt að hafa í huga að þótt heimildin verði lögfest sé ekki sjálfgefið að henni verði beitt gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum. Tengdar fréttir Gagnrýndi fyrirhugaðar aðgerðir ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi harkalega hugmyndir sem eru til umræðu innan ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi vegna makríldeilunnar, á fundi EES-ráðsins í gær. Þar voru fulltrúar EFTA-ríkjanna og Danir fyrir hönd ESB. 15. maí 2012 07:30 Viðskiptabann á Íslendinga ef ekki verður samið fljótlega María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki náist samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. 14. maí 2012 12:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Evrópuþingið mun í næsta mánuði fjalla um lagareglur sem heimila Evrópusambandinu að beita Ísland viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar. Talsmaður sjávarútvegsstjóra ESB segir að þótt Evrópuþingið samþykki reglurnar sé ekki sjálfgefið að þeim verði beitt. Drög að reglugerð um viðskiptaþvinganir gegn ríkjum sem stunda ósjálfbærar veiðar hafa verið til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins. Á grundvelli þessarar reglugerðar, ef hún verður að veruleika, mun Evrópusambandið geta sett löndunarbann, viðskiptabann og hafnarbann á þau ríki sem sambandið telur stunda ósjálfbærar veiðar, ekki bara vegna viðskipta með makríl heldur almennt vegna sjávarafurða. ESB gæti á grundvelli þessarar heimildar sett viðskiptabann á vörur frá Íslandi. Talsmaður sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins segir að markmið sambandsins hafi alltaf verið að ná samkomulagi við Ísland og Færeyjar í makríldeilunni. „Það sem er í undirbúningi núna er almenn reglugerð sem tengist ekki sérstaklega makríl," segir Oliver Drewes, talsmaður Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB. Já, en ef viðskiptabann verður sett á á grundvelli þessarar reglugerðar mun það ekki brjóta gegn einni af grunnstoðum EES-samningsins, sem Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa við Evrópusambandið, um frjálst vöruflæði? „Reglugerðin fjallar um það að ef þriðja ríki brýtur reglur um sjálfbærni í fiskveiðum, hvaða ríki sem það er, en þú ert sérstaklega að tala um Ísland, gæti það staðið frammi fyrir refsiaðgerðum vegna hennar," segir Drewes. Hann svarar spurningunni ekki beint, hvort reglugerðin brjóti ekki gegn fjórfrelsinu. Hvenær gæti þessi reglugerð komið fram, í fyrsta lagi? „Það fer eftir þróun mála á Evrópuþinginu, þ.e.a.s. hvenær þingið greiðir atkvæði um þetta. Mér skilst að sérstök nefnd hafi greitt atkvæði um hana og samþykkt hana samhljóða." Drewes vitnar til þess að reglugerðin hafi verið til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins, þar sem hún var samþykkt. Reglugerðin verður til umfjöllunar á sjálfu Evrópuþinginu í júní næstkomandi. Refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi eru þar með ekki lengur fjarlægur möguleiki, ef þingið samþykkir þessar reglur í júní. Oliver Drewes segir hins vegar mikilvægt að hafa í huga að þótt heimildin verði lögfest sé ekki sjálfgefið að henni verði beitt gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum.
Tengdar fréttir Gagnrýndi fyrirhugaðar aðgerðir ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi harkalega hugmyndir sem eru til umræðu innan ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi vegna makríldeilunnar, á fundi EES-ráðsins í gær. Þar voru fulltrúar EFTA-ríkjanna og Danir fyrir hönd ESB. 15. maí 2012 07:30 Viðskiptabann á Íslendinga ef ekki verður samið fljótlega María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki náist samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. 14. maí 2012 12:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Gagnrýndi fyrirhugaðar aðgerðir ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi harkalega hugmyndir sem eru til umræðu innan ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi vegna makríldeilunnar, á fundi EES-ráðsins í gær. Þar voru fulltrúar EFTA-ríkjanna og Danir fyrir hönd ESB. 15. maí 2012 07:30
Viðskiptabann á Íslendinga ef ekki verður samið fljótlega María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki náist samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. 14. maí 2012 12:00
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent