Refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi ekki lengur fjarlægur möguleiki Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. maí 2012 17:00 Evrópuþingið mun í næsta mánuði fjalla um lagareglur sem heimila Evrópusambandinu að beita Ísland viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar. Talsmaður sjávarútvegsstjóra ESB segir að þótt Evrópuþingið samþykki reglurnar sé ekki sjálfgefið að þeim verði beitt. Drög að reglugerð um viðskiptaþvinganir gegn ríkjum sem stunda ósjálfbærar veiðar hafa verið til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins. Á grundvelli þessarar reglugerðar, ef hún verður að veruleika, mun Evrópusambandið geta sett löndunarbann, viðskiptabann og hafnarbann á þau ríki sem sambandið telur stunda ósjálfbærar veiðar, ekki bara vegna viðskipta með makríl heldur almennt vegna sjávarafurða. ESB gæti á grundvelli þessarar heimildar sett viðskiptabann á vörur frá Íslandi. Talsmaður sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins segir að markmið sambandsins hafi alltaf verið að ná samkomulagi við Ísland og Færeyjar í makríldeilunni. „Það sem er í undirbúningi núna er almenn reglugerð sem tengist ekki sérstaklega makríl," segir Oliver Drewes, talsmaður Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB. Já, en ef viðskiptabann verður sett á á grundvelli þessarar reglugerðar mun það ekki brjóta gegn einni af grunnstoðum EES-samningsins, sem Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa við Evrópusambandið, um frjálst vöruflæði? „Reglugerðin fjallar um það að ef þriðja ríki brýtur reglur um sjálfbærni í fiskveiðum, hvaða ríki sem það er, en þú ert sérstaklega að tala um Ísland, gæti það staðið frammi fyrir refsiaðgerðum vegna hennar," segir Drewes. Hann svarar spurningunni ekki beint, hvort reglugerðin brjóti ekki gegn fjórfrelsinu. Hvenær gæti þessi reglugerð komið fram, í fyrsta lagi? „Það fer eftir þróun mála á Evrópuþinginu, þ.e.a.s. hvenær þingið greiðir atkvæði um þetta. Mér skilst að sérstök nefnd hafi greitt atkvæði um hana og samþykkt hana samhljóða." Drewes vitnar til þess að reglugerðin hafi verið til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins, þar sem hún var samþykkt. Reglugerðin verður til umfjöllunar á sjálfu Evrópuþinginu í júní næstkomandi. Refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi eru þar með ekki lengur fjarlægur möguleiki, ef þingið samþykkir þessar reglur í júní. Oliver Drewes segir hins vegar mikilvægt að hafa í huga að þótt heimildin verði lögfest sé ekki sjálfgefið að henni verði beitt gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum. Tengdar fréttir Gagnrýndi fyrirhugaðar aðgerðir ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi harkalega hugmyndir sem eru til umræðu innan ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi vegna makríldeilunnar, á fundi EES-ráðsins í gær. Þar voru fulltrúar EFTA-ríkjanna og Danir fyrir hönd ESB. 15. maí 2012 07:30 Viðskiptabann á Íslendinga ef ekki verður samið fljótlega María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki náist samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. 14. maí 2012 12:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Evrópuþingið mun í næsta mánuði fjalla um lagareglur sem heimila Evrópusambandinu að beita Ísland viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar. Talsmaður sjávarútvegsstjóra ESB segir að þótt Evrópuþingið samþykki reglurnar sé ekki sjálfgefið að þeim verði beitt. Drög að reglugerð um viðskiptaþvinganir gegn ríkjum sem stunda ósjálfbærar veiðar hafa verið til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins. Á grundvelli þessarar reglugerðar, ef hún verður að veruleika, mun Evrópusambandið geta sett löndunarbann, viðskiptabann og hafnarbann á þau ríki sem sambandið telur stunda ósjálfbærar veiðar, ekki bara vegna viðskipta með makríl heldur almennt vegna sjávarafurða. ESB gæti á grundvelli þessarar heimildar sett viðskiptabann á vörur frá Íslandi. Talsmaður sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins segir að markmið sambandsins hafi alltaf verið að ná samkomulagi við Ísland og Færeyjar í makríldeilunni. „Það sem er í undirbúningi núna er almenn reglugerð sem tengist ekki sérstaklega makríl," segir Oliver Drewes, talsmaður Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB. Já, en ef viðskiptabann verður sett á á grundvelli þessarar reglugerðar mun það ekki brjóta gegn einni af grunnstoðum EES-samningsins, sem Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa við Evrópusambandið, um frjálst vöruflæði? „Reglugerðin fjallar um það að ef þriðja ríki brýtur reglur um sjálfbærni í fiskveiðum, hvaða ríki sem það er, en þú ert sérstaklega að tala um Ísland, gæti það staðið frammi fyrir refsiaðgerðum vegna hennar," segir Drewes. Hann svarar spurningunni ekki beint, hvort reglugerðin brjóti ekki gegn fjórfrelsinu. Hvenær gæti þessi reglugerð komið fram, í fyrsta lagi? „Það fer eftir þróun mála á Evrópuþinginu, þ.e.a.s. hvenær þingið greiðir atkvæði um þetta. Mér skilst að sérstök nefnd hafi greitt atkvæði um hana og samþykkt hana samhljóða." Drewes vitnar til þess að reglugerðin hafi verið til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins, þar sem hún var samþykkt. Reglugerðin verður til umfjöllunar á sjálfu Evrópuþinginu í júní næstkomandi. Refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi eru þar með ekki lengur fjarlægur möguleiki, ef þingið samþykkir þessar reglur í júní. Oliver Drewes segir hins vegar mikilvægt að hafa í huga að þótt heimildin verði lögfest sé ekki sjálfgefið að henni verði beitt gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum.
Tengdar fréttir Gagnrýndi fyrirhugaðar aðgerðir ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi harkalega hugmyndir sem eru til umræðu innan ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi vegna makríldeilunnar, á fundi EES-ráðsins í gær. Þar voru fulltrúar EFTA-ríkjanna og Danir fyrir hönd ESB. 15. maí 2012 07:30 Viðskiptabann á Íslendinga ef ekki verður samið fljótlega María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki náist samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. 14. maí 2012 12:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Gagnrýndi fyrirhugaðar aðgerðir ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gagnrýndi harkalega hugmyndir sem eru til umræðu innan ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi vegna makríldeilunnar, á fundi EES-ráðsins í gær. Þar voru fulltrúar EFTA-ríkjanna og Danir fyrir hönd ESB. 15. maí 2012 07:30
Viðskiptabann á Íslendinga ef ekki verður samið fljótlega María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki náist samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. 14. maí 2012 12:00