Fagna skýrari ramma um smálán - telja þó frumvarpið ganga of langt 7. maí 2012 14:55 „Ég fagna því að það sé verið að setja lög um þessa starfsemi með skýrari hætti en áður hefur verið gert, það verður kannski til þess að gróusögur um starfsemina hætta," segir Haukur Örn Birgisson, lögmaður smálánafyrirtækisins Kredia, en á forsíðu Fréttablaðsins í dag var greint frá því að Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, telji mikilvægt að koma böndum á smálánafyrirtæki, „þannig að það sé öllum ljóst á hvaða kjörum þessi lán séu og hvaða réttarstöðu menn hafa," eins og Steingrímur orðar það í fréttinni. Frumvarpið, sem um ræðir, snýr að neytendalánum og liggur nú fyrir á Alþingi. Þar eru smálánin felld undir neytendalán, sem setur fyrirtækjum, sem veita slík lán ítarleg skilyrði fyrir lánveitingunum. Haukur Örn segir að samþykkt frumvarpsins hafi aðallega tvennskonar afleiðingar fyrir fyrirtækin. „Þá verða lagðar á fyrirtækin auknar skyldur til að meta lánshæfi sinna viðskiptavina og þannig þurfi kröfuhafar að rannsaka greiðsluvilja fólks, án þess að það hugtak sé sérstaklega útskýrt," segir Haukur Örn og bætir við: „Hitt atriðið snýr að markaðssetningu fyrirtækjanna en samkvæmt frumvarpinu þurfa umfangsmiklar upplýsingar um lántökukostnað og fleira að koma fram í í öllu kynningarefni félaganna. Það getur verið íþyngjandi og erfitt er að sjá að sömu kröfur séu gerðar til annarrar þjónustu- eða útlánastarfsemi eins og t.d. banka." Haukur segir erfitt að meta afleiðingarnar fyrir fyrirtækin verði frumvarpið samþykkt. Hann telur frumvarpið ganga of langt, en það er í raun aðlögun að evrópskri tilskipun sem nær til lána umfram 200 evrur. Lánsfjárhæðir undir 200 evrum teljast því ekki til neytendalána samkvæmt evróputilskipuninni. Haukur telur því heppilegra að taka upp evróputilskipunina óbreytta. Mikið hefur verið deilt um tilvist smálánafyrirtækja. Þannig talaði fyrrverandi viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason, harkalega gegn slíkri starfsemi og lagði fram frumvarp þar sem hann vildi takmarka verulega starfsemi þeirra. Það frumvarp var þó aldrei samþykkt. Þá hefur Breki Karlsson hagfræðingur varar verulega við smálánum og meðal annars haldið fyrirlestra um fjármálalæsi í framhaldsskólum. Leifur Haraldsson, framkvæmdastjóri hjá Kredia, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í mars síðastliðnum að hann tæki undir að lánin væru dýr, en benti á að þau væru ólík öðrum lánum að því leytinu til að þau væru gegnsærri. Hann bað fólk einnig um að ræða heildarmyndina, ekki afmörkuð lán. „Það sem vantar í umræðuna eru skoða hluti eins og kreditkort, yfirdrætti og þvíumlíkt," sagði Leifur í viðtalinu og vitnaði þá í grein sem birtist í Morgunblaðinu á síðasta ári. Sú grein fjallaði um nítján ára gamla menntaskólastúlku sem kom sér í 540 þúsund króna skuld á örskömmum tíma. Þar af voru smálánin 20 þúsund krónur. Restin var yfirdráttur og önnur sambærileg lán. Hann benti einnig á að stærsti viðskiptavinahópur Kredia væri fólk á aldrinum 25 ára til 35 ára. Aðeins níu prósent viðskiptavina Kredia voru undir tvítugu. Smálánafyrirtæki geta enn skilað inn umsögnum um frumvarpið en Haukur gerir ráð fyrir því að Kredia muni gera það í lok vikunnar. Tengdar fréttir Koma böndum á smálánin Þrjú ný smálánafyrirtæki hafa tekið til starfa á síðustu mánuðum og bítast nú fimm fyrirtæki um markaðinn. Nýju fyrirtækin bjóða hærri fjárhæðir til láns en þau sem fyrir voru. 7. maí 2012 07:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
„Ég fagna því að það sé verið að setja lög um þessa starfsemi með skýrari hætti en áður hefur verið gert, það verður kannski til þess að gróusögur um starfsemina hætta," segir Haukur Örn Birgisson, lögmaður smálánafyrirtækisins Kredia, en á forsíðu Fréttablaðsins í dag var greint frá því að Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, telji mikilvægt að koma böndum á smálánafyrirtæki, „þannig að það sé öllum ljóst á hvaða kjörum þessi lán séu og hvaða réttarstöðu menn hafa," eins og Steingrímur orðar það í fréttinni. Frumvarpið, sem um ræðir, snýr að neytendalánum og liggur nú fyrir á Alþingi. Þar eru smálánin felld undir neytendalán, sem setur fyrirtækjum, sem veita slík lán ítarleg skilyrði fyrir lánveitingunum. Haukur Örn segir að samþykkt frumvarpsins hafi aðallega tvennskonar afleiðingar fyrir fyrirtækin. „Þá verða lagðar á fyrirtækin auknar skyldur til að meta lánshæfi sinna viðskiptavina og þannig þurfi kröfuhafar að rannsaka greiðsluvilja fólks, án þess að það hugtak sé sérstaklega útskýrt," segir Haukur Örn og bætir við: „Hitt atriðið snýr að markaðssetningu fyrirtækjanna en samkvæmt frumvarpinu þurfa umfangsmiklar upplýsingar um lántökukostnað og fleira að koma fram í í öllu kynningarefni félaganna. Það getur verið íþyngjandi og erfitt er að sjá að sömu kröfur séu gerðar til annarrar þjónustu- eða útlánastarfsemi eins og t.d. banka." Haukur segir erfitt að meta afleiðingarnar fyrir fyrirtækin verði frumvarpið samþykkt. Hann telur frumvarpið ganga of langt, en það er í raun aðlögun að evrópskri tilskipun sem nær til lána umfram 200 evrur. Lánsfjárhæðir undir 200 evrum teljast því ekki til neytendalána samkvæmt evróputilskipuninni. Haukur telur því heppilegra að taka upp evróputilskipunina óbreytta. Mikið hefur verið deilt um tilvist smálánafyrirtækja. Þannig talaði fyrrverandi viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason, harkalega gegn slíkri starfsemi og lagði fram frumvarp þar sem hann vildi takmarka verulega starfsemi þeirra. Það frumvarp var þó aldrei samþykkt. Þá hefur Breki Karlsson hagfræðingur varar verulega við smálánum og meðal annars haldið fyrirlestra um fjármálalæsi í framhaldsskólum. Leifur Haraldsson, framkvæmdastjóri hjá Kredia, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í mars síðastliðnum að hann tæki undir að lánin væru dýr, en benti á að þau væru ólík öðrum lánum að því leytinu til að þau væru gegnsærri. Hann bað fólk einnig um að ræða heildarmyndina, ekki afmörkuð lán. „Það sem vantar í umræðuna eru skoða hluti eins og kreditkort, yfirdrætti og þvíumlíkt," sagði Leifur í viðtalinu og vitnaði þá í grein sem birtist í Morgunblaðinu á síðasta ári. Sú grein fjallaði um nítján ára gamla menntaskólastúlku sem kom sér í 540 þúsund króna skuld á örskömmum tíma. Þar af voru smálánin 20 þúsund krónur. Restin var yfirdráttur og önnur sambærileg lán. Hann benti einnig á að stærsti viðskiptavinahópur Kredia væri fólk á aldrinum 25 ára til 35 ára. Aðeins níu prósent viðskiptavina Kredia voru undir tvítugu. Smálánafyrirtæki geta enn skilað inn umsögnum um frumvarpið en Haukur gerir ráð fyrir því að Kredia muni gera það í lok vikunnar.
Tengdar fréttir Koma böndum á smálánin Þrjú ný smálánafyrirtæki hafa tekið til starfa á síðustu mánuðum og bítast nú fimm fyrirtæki um markaðinn. Nýju fyrirtækin bjóða hærri fjárhæðir til láns en þau sem fyrir voru. 7. maí 2012 07:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Koma böndum á smálánin Þrjú ný smálánafyrirtæki hafa tekið til starfa á síðustu mánuðum og bítast nú fimm fyrirtæki um markaðinn. Nýju fyrirtækin bjóða hærri fjárhæðir til láns en þau sem fyrir voru. 7. maí 2012 07:00