Enski boltinn

Chelsea vill fá að spila bikarleik á föstudegi

Di Matteo.
Di Matteo.
Chelsea mun fara fram á það við enska knattspyrnusambandið að það fái að spila undanúrslitaleikinn í bikarkeppninni á föstudagi fari svo að Chelsea komist í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Chelsea mætir Benfica í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og mun mæta annað hvort Barcelona eða AC Milan komist liðið í undanúrslit.

Fyrri leikurinn yrði þá á miðvikudegi eða þrem dögum eftir leik Chelsea gegn annað hvort Bolton eða Tottenham.

"Við þurfum stuðning frá enska knattspyrnusambandinu því það hjálpar ekki enskum liðum í Meistaradeildinni að spila um helgar. Benfica fékk að spila á föstudegi og sömu sögu er að segja af Napoli. Knattspyrnusamböndin í þessum löndum hjálpa liðunum," sagði Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×