Fótbolti

Neymar: Þarf ekki að fara til Evrópu til að bæta mig

Brasilíska undrið Neymar er ekki sammála þeirri gagnrýni að hann þurfi að fara til Evrópu til þess að bæta sig sem leikmaður. Hann segist vel geta haldið áfram að dafna sem leikmaður í Suður-Ameríku.

Hinn tvítugi Neymar hefur sett stefnuna á að fara til Evrópu árið 2014 þegar samningur hans við Santos rennur út. Bæði Barcelona og Real Madrid vilja fá samt bæði fá hann strax næsta sumar.

"Reynslan kemur með tímanum. Ég hef stöðugt verið að bæta mig síðustu þrjú ár og get haldið því áfram ef ég legg hart að mér," sagði Neymar.

"Ég þarf ekki að fara neitt annað til þess að þroskast eða öðlast meiri reynslu. Það er margt jákvætt við að vera hjá Santos áfram og ég þarf ekkert endilega að fara til Evrópu"."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×