Enski boltinn

Parker: Leikmenn ættu að vera búnir að jafna sig

Scott Parker, miðjumaður Tottenham, segir að leikmenn Spurs og Bolton ættu að vera búnir að jafna sig eftir áfallið er Fabrice Muamba fékk hjartaáfall í leik liðanna á dögunum.

Leiknum var hætt og í kjölfarið frestað enda leikmenn beggja liða í áfalli eftir þessu óhugnalegu uppákomu. Muamba er á góðum batavegi og Parker trúir því að það hjálpi til við andlegt ástand leikmanna sem var boðin áfallahjálp eftir atvikið.

"Ég held að allir í báðum liðum ættu að vera klárir í slaginn í kvöld. Þetta var mikið áfall fyrir alla en bati Fabrice ætti að hafa létt lund allra," sagði Parker.

Leikur liðanna hefst klukkan 18.30 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×