Fótbolti

Red Bulls hefur meiri áhuga á Ireland en Ballack

Michael Ballack.
Michael Ballack.
Þýski knattspyrnumaðurinn Michael Ballack hefur ákveðið að spila í Bandaríkjunum í sumar og skrifa þar lokakaflann í glæsta knattspyrnusögu sína. Ballack sjálfur hefur mestan áhuga á því að ganga í raðir NY Red Bulls, sem Guðlaugur Victor Pálsson og Thierry Henry spila með, en félagið virðist aftur á móti ekki hafa mikinn áhuga á Þjóðverjanum.

"Michael er mjög spenntur fyrir því að spila í New York en svo virðist vera sem félagið hafi lofað Stephen Ireland stórum samningi. Þetta er með ólíkindum," sagði umboðsmaður Ballack.

Ireland yrði mun dýrari en Ballack en Red Bulls virðist samt frekar vilja veðja á Ireland sem er á mála hjá Aston Villa.

"Michael myndi falla frábærlega inn í lið New York með Henry og Rafa Marquez. Það er sigurblanda," sagði umbinn svekktur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×