Dagur heilags Patreks verður haldinn hátíðlegur víða um heim á morgun. Dagurinn er þjóðhátíðardagur Íra og fagnar kristnitöku þjóðarinnar sem þeir tengja að miklu leyti við heilagan Patrek, en honum er einnig gefið að hafa fælt burtu alla snáka úr landinu.
Dagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan, Kóreu, Ástralíu og Danmörku. Á Íslandi hefur verið hefð fyrir því undanfarinn áratug að fagna deginum með bjórdrykkju, söng og dansi og verður dagurinn sífellt vinsælli meðal landsmanna og skiptir þá engu hvort þeir séu írskir eður ei.
- sm

