Hollendingurinn Eljero Elia hefur farið fram á að losna frá Juventus og nú þegar eru lið farin að bera víurnar í hann. Hann gæti spilað áfram í röndóttu því Newcastle er eitt þeirra liða sem hefur áhuga á honum.
Þessi 25 ára vængmaður hefur meira og minna setið á plankanum hjá Juve í vetur. Hann fékk tækifæri á að ganga í raðir Newcastle síðasta sumar en valdi þá frekar Juventus. Hann sér eftir þeirri ákvörðun í dag.
Newcastle hefur ákveðið að bjóða í leikmanninn á nýjan leik og eru menn þar á bæ bjartsýnir á að fá leikmanninn í þetta skiptið.
Newcastle á eftir Elia

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
