Enski boltinn

Berbatov líklega á leiðinni til Þýskalands

Nokkuð er síðan búlgarska framherjanum Dimitar Berbatov var gert það ljóst að hann yrði seldur frá Man. Utd í sumar. Leikmaðurinn er eðlilega ósáttur við það en vill engu að síður ekki spila með öðru félagi í ensku úrvalsdeildinni.

Berbatov hefur aðeins komið við sögu í tólf leikjum United í vetur og þessi 31 árs gamli leikmaður verður að finna sér nýtt félag í sumar.

Talið er ansi líklegt að Berbatov muni reyna fyrir sér í Þýskalandi á nýjan leik en Búlgarinn lék með Bayer Leverkusen á sínum tíma.

Berbatov hefur þegar verið orðaður við bæði Bayern München og Borussia Dortmund.

Berbatov kostaði Man. Utd rúmar 30 milljónir punda er hann var keyptur til félagsins frá Tottenham árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×