Fótbolti

El Hadji Diouf á leið til Sádí-Arabíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Góðar líkur eru á því að El Hadji Diouf muni ganga til liðs við félag í Sádí-Arabíu eftir að síðasta lið hans, Doncaster, féll úr ensku B-deildinni í vor.

Diouf á skrautlegan feril að baki en hann hefur til að mynda spilað með Liverpool, Blackburn, Bolton, Sunderland og Rangers. Tókst honum yfirleitt að koma sér í ýmis konar vandræði, hvar sem hann spilaði.

Diouf hefur átt í viðræðum við félag að nafni Al-Tawoon og munu þær vera svo langt komnar að aðeins þurfi að ganga frá smáatriðum áður en hægt verði að skrifa undir.

Hann er 31 árs gamall og var tvívegis kjörinn knattspyrnumaður ársins í Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×