Enski boltinn

Henry gæti misst af Manchester United leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thierry Henry.
Thierry Henry. Mynd/Nordic Photos/Getty
Thierry Henry meiddist á æfingu með Arsenal í vikunni og er tæpur fyrir leikinn á móti Manchester United um næstu helgi. Henry hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins með misjöfnum árangri en Arsenal tapaði þeim síðari á móti Swansea á sunnudaginn.

Henry meiddist á kálfa og fór strax í myndatöku en læknalið Arsenal var ekki bjartsýnt á það að franski framherjinn gæti spilað á móti United á sunnudaginn.

Henry er hjá Arsenal á láni frá bandaríska liðinu New York Red Bulls en hann er gosögn hjá félaginu og markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Margir eru spenntir að sjá Thierry Henry mæta Manchester United á ný enda hefur Frakkinn skorað mörg eftirminnileg og mikilvæg mörk á móti United-liðinu á sínum ferli.

Arsenal-menn eiga harma að hefna eftir 8-2 tap á móti Manchester United á Old Trafford fyrr á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×