Ásmundur: "Hreinlega skil ekki hvað gerðist" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. maí 2012 23:21 Garður Ásmundur Friðriksson, sem rekinn var úr stóli bæjarstjóra í Garði í kvöld, segir að uppsögn sín hafi ekkert að gera með hótanir sem bárust Kolfinnu Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa í Garði. Kolfinna sleit meirihlutasamstarfi D-listans og gekk til liðs við N-listann um síðustu helgi. Stuttu eftir það var Kolfinnu hótað líkamsmeiðingum. „Þessar hótanir eru bara eitthvað rugl sem enginn í okkar hópi kannast við," segir Ásmundur. Aðspurður um ástæður uppsagnarinnar segir Ásmundur augljóst að nýr meirihluti í Garði hafi viljað losa sig við sitjandi bæjarstjóra. „Kolfinna gekk til liðs við minnihlutann," segir Ásmundur. „Henni hefur greinilega verið í nöp við bæjarstjórann." Þá segir Ásmundur að uppsögnin hafi komið honum á óvart en hann las upphaflega um það á netinu að til stæði að segja honum upp. Hann segir að samstarf sitt og Kolfinnu hafi verið árangursríkt. „Ég hreinlega skil ekki hvað gerðist. Við ræddum saman eftir bæjarstjórnarfundinn í kvöld. Þar sagði hún mér að ég hefði átt að finna það á mér að þetta færi svona," segir Ásmundur.Ásmundur Friðriksson, fráfarandi bæjarstjóri í Garði.Talið er að skólamál liggi til grundvallar valdaskiptunum í Garði. Í skýrslu sem mennta- og menningarmálaráðuneytið lét vinna um Gerðaskóla kemur meðal annars fram að pólitískar deilur hafi haft neikvæð áhrif á skólastarfið. „Kolfinna situr nú í skólanefnd þar sem fjallað er um þessi mál," segir Ásmundur. „Og af þeim 21 fundi sem haldinn hefur verið í nefndinni hefur hún aldrei verið með bókanir eða lýst yfir andstöðu við það sem við höfum verið að gera þar." „Ég hreinlega skil ekki hvað gerðist. En þetta er búið og gert. Það er búið að reka mig úr vinnunni og þessi fíla bæjarfulltrúa mun kosta bæinn mikið." Tengdar fréttir Bæjarstjóri í Garði rekinn Ásmundur Friðriksson hefur formlega verið rekinn úr starfi bæjarstjóra í Garði. Aukafundi bæjarstjórnar er nýlokið en uppsögn bæjarstjórans var samþykkt þar. 16. maí 2012 21:44 Fordæma hótanir í garð bæjarfulltrúa Bæjarfulltrúar D-listans í Garði og Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri fordæma þær árásir sem bæjarfulltrúinn Kolfinna S. Magnúsdóttir hefur mátt þola síðustu daga eftir að hún sagði skilið við meirihlutann og myndaði nýjan meirihluta með L-lista og N-lista. Í samtali við Víkurfréttir í dag segir Kolfinna að sér hafi borist stöðugar símhringingar þar sem hótað er að gengið verði í skrokk á henni. Bæjarstjórinn og bæjarfulltrúar biðja íbúa í Garði að sýna stillingu og virða skoðanir fólks. Kolfinna ætlar að leggja fram kæru hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna hótananna. 14. maí 2012 16:11 Meirihlutinn í Garði fallinn Meirihlutinn í sveitastjórninni í Garði er fallinn eftir að Kolfinna S. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, ákvað í dag að mynda nýjan meirihluta með L lista og N lista. 12. maí 2012 19:37 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, sem rekinn var úr stóli bæjarstjóra í Garði í kvöld, segir að uppsögn sín hafi ekkert að gera með hótanir sem bárust Kolfinnu Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa í Garði. Kolfinna sleit meirihlutasamstarfi D-listans og gekk til liðs við N-listann um síðustu helgi. Stuttu eftir það var Kolfinnu hótað líkamsmeiðingum. „Þessar hótanir eru bara eitthvað rugl sem enginn í okkar hópi kannast við," segir Ásmundur. Aðspurður um ástæður uppsagnarinnar segir Ásmundur augljóst að nýr meirihluti í Garði hafi viljað losa sig við sitjandi bæjarstjóra. „Kolfinna gekk til liðs við minnihlutann," segir Ásmundur. „Henni hefur greinilega verið í nöp við bæjarstjórann." Þá segir Ásmundur að uppsögnin hafi komið honum á óvart en hann las upphaflega um það á netinu að til stæði að segja honum upp. Hann segir að samstarf sitt og Kolfinnu hafi verið árangursríkt. „Ég hreinlega skil ekki hvað gerðist. Við ræddum saman eftir bæjarstjórnarfundinn í kvöld. Þar sagði hún mér að ég hefði átt að finna það á mér að þetta færi svona," segir Ásmundur.Ásmundur Friðriksson, fráfarandi bæjarstjóri í Garði.Talið er að skólamál liggi til grundvallar valdaskiptunum í Garði. Í skýrslu sem mennta- og menningarmálaráðuneytið lét vinna um Gerðaskóla kemur meðal annars fram að pólitískar deilur hafi haft neikvæð áhrif á skólastarfið. „Kolfinna situr nú í skólanefnd þar sem fjallað er um þessi mál," segir Ásmundur. „Og af þeim 21 fundi sem haldinn hefur verið í nefndinni hefur hún aldrei verið með bókanir eða lýst yfir andstöðu við það sem við höfum verið að gera þar." „Ég hreinlega skil ekki hvað gerðist. En þetta er búið og gert. Það er búið að reka mig úr vinnunni og þessi fíla bæjarfulltrúa mun kosta bæinn mikið."
Tengdar fréttir Bæjarstjóri í Garði rekinn Ásmundur Friðriksson hefur formlega verið rekinn úr starfi bæjarstjóra í Garði. Aukafundi bæjarstjórnar er nýlokið en uppsögn bæjarstjórans var samþykkt þar. 16. maí 2012 21:44 Fordæma hótanir í garð bæjarfulltrúa Bæjarfulltrúar D-listans í Garði og Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri fordæma þær árásir sem bæjarfulltrúinn Kolfinna S. Magnúsdóttir hefur mátt þola síðustu daga eftir að hún sagði skilið við meirihlutann og myndaði nýjan meirihluta með L-lista og N-lista. Í samtali við Víkurfréttir í dag segir Kolfinna að sér hafi borist stöðugar símhringingar þar sem hótað er að gengið verði í skrokk á henni. Bæjarstjórinn og bæjarfulltrúar biðja íbúa í Garði að sýna stillingu og virða skoðanir fólks. Kolfinna ætlar að leggja fram kæru hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna hótananna. 14. maí 2012 16:11 Meirihlutinn í Garði fallinn Meirihlutinn í sveitastjórninni í Garði er fallinn eftir að Kolfinna S. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, ákvað í dag að mynda nýjan meirihluta með L lista og N lista. 12. maí 2012 19:37 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Sjá meira
Bæjarstjóri í Garði rekinn Ásmundur Friðriksson hefur formlega verið rekinn úr starfi bæjarstjóra í Garði. Aukafundi bæjarstjórnar er nýlokið en uppsögn bæjarstjórans var samþykkt þar. 16. maí 2012 21:44
Fordæma hótanir í garð bæjarfulltrúa Bæjarfulltrúar D-listans í Garði og Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri fordæma þær árásir sem bæjarfulltrúinn Kolfinna S. Magnúsdóttir hefur mátt þola síðustu daga eftir að hún sagði skilið við meirihlutann og myndaði nýjan meirihluta með L-lista og N-lista. Í samtali við Víkurfréttir í dag segir Kolfinna að sér hafi borist stöðugar símhringingar þar sem hótað er að gengið verði í skrokk á henni. Bæjarstjórinn og bæjarfulltrúar biðja íbúa í Garði að sýna stillingu og virða skoðanir fólks. Kolfinna ætlar að leggja fram kæru hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna hótananna. 14. maí 2012 16:11
Meirihlutinn í Garði fallinn Meirihlutinn í sveitastjórninni í Garði er fallinn eftir að Kolfinna S. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, ákvað í dag að mynda nýjan meirihluta með L lista og N lista. 12. maí 2012 19:37