Enn eitt handabandamálið í enska boltanum er í uppsiglingu enda rétt rúm víka í leik Chelsea og QPR og munu auga manna beinast að John Terry, fyrirliða Chelsea, fyrir þann leik.
Terry á kæru yfir höfði sér vegna meints kynþáttaníðs í garð Anton Ferdinand, leikmanns QPR. Það mál kom upp í október en verður ekki tekið fyrir hjá dómstólum fyrr en eftir EM í sumar.
Leikmenn QPR eru sagðir ætla að halda liðsfund fyrir leik þar sem þeir munu taka ákvörðun um hvort þeir ætli að heilsa Terry fyrir leik eður ei.
Ef líkur eru á því að leikmenn QPR ætli ekki að heilsa Terry gæti enska knattspyrnusambandið gripið inn í og ákveðið að leikmenn þurfi ekki að heilsast fyrir leik.
