Íslenski boltinn

KR lagði FH eftir vítaspyrnukeppni

Kjartan Henry og félagar eru komnir í undanúrslit.
Kjartan Henry og félagar eru komnir í undanúrslit.
KR mun mæta Breiðablik í undanúrslitum Lengjubikarsins en KR lagði FH í dramatískum leik í dag þar sem grípa þurfti til vítaspyrnukeppni.

Atli Guðnason kom FH yfir í fyrri hálfleik en Emil Atlason jafnaði leikinn í blálokin með marki af stuttu færi eftir hornspyrnu.

KR var sterkara liðið í framlengingunni og Þorsteinn Már Ragnarsson kom þeim yfir með góðu skoti í teignum. FH kom til baka og Atli Viðar Björnsson jafnaði fyrir þá áður en yfir lauk og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni.

Þar var Rúnar Alex Rúnarsson hetja KR er hann varði spyrnu Emils Pálssonar og KR komið áfram í keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×