Sergio Agüero verður frá í um mánuð vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik Manchester City gegn Southampton um helgina.
Agüero meiddist strax á upphafsmínútum fyrsta leik nýja tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni og var borinn af velli.
Óttast var að hann væri með slitin krossbönd en af fréttum í enskum fjölmiðlum að dæma eru meiðslin ekki svo alvarleg.
Hann missir af leik City gegn Liverpool á sunnudaginn og er búist við að hann verði frá í um fjórar vikur en það mun einnig ráðast af því hvernig endurhæfingin gangi.
