Bið hælisleitenda löng og kostnaðarsöm Karen Kjartansdóttir skrifar 9. maí 2012 18:46 Forstjóri Útlendingastofunar segir hælisleitendur þurfa að bíða næstum þrisvar sinnum lengur en forsvaranlegt sé. Löng bið kosti samfélagið mikið fé auk þess sem biðin skapi mikla vanlíðan meðal fólks. Á þessu ári hafi orðið veruleg fjölgun meðal hælisleitenda og fyrirséð að biðin lengist enn. Málsmeðferð hælisleitendana tekur orðið um 15 mánuði í vinnslu hjá Útlendingastofnun. Kristín Völdundardóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að til að biðin teljist forsvaranleg eigi hún að vera hálft ár eða styttri. 86 hælisleitendur bíða nú afgreiðslu sinna mála langflestir þeirra eru í vistun á gistiheimilinu Fit í Reykjanessbæ. Af þeim komu 50 þeirra í fyrra og 10 komu 2010 eða 2009 . Veruleg fjölgun hefur orðið í ár en nú þegar hafa 26 sótt um hæli en á sama tíma höfðu 16 sótt um hæli. Þá hafa fimm vegalaus börn komið hingað ein síns liðs í ár. Þeirra mál eru sett í forgang en það þýðir aftur á móti að aðrir færast aftur í röðina. Langur málsmeðferðartími getur haft slæm áhrif á líðan umsækjanda sem margir hverjir hafa þegar gengið í gegnum miklar raunir. Biðin getur líka orðið til þess að umsækjendur einangrast frekar og aðlögun að íslensku samfélagi gengur verr fái þeir hæli. Þá má geta þess að veruleg fjölgun hefur orðið á dómum yfir hælisleitendum sem hingað koma með fölsuð vegabréf. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun voru dómar vegna þessa árið 6 talsins árið 2003, 2007 voru þeir 8 og 2011 voru þeir 36. Þessi þróun hefur í för með sér aukið álag á dómskerfi og fangelsi. Forstjóri Útlendingastofnunar bendir auk þess á að löng bið skapi mikinn kostnað fyrir samfélagið. Kostnaður vegna hvers hælisleitanda er bundin í vísitölu neysluverð og nemur nú 7.155 á dag. Meiri kostnaður fellur til vegna umönnunar barna en fullorðinna. Þannig má gera ráð fyrir því að kostnaður sem hlýst af fjögurra manna fjölskyldu sé 860 þúsund krónur á mánuði 10,3 miljónir á ári. Hún segir að þó starfsmenn Útlendingastofunar séu allir að vilja gerði ráði þeir ekki við fjöldann og því aukist biðin samhliða fjölgun hælisleitenda. Spurð hvað stöðugildi lögfræðings kosti á ári með orlofi og launatengdum gjöldum segir hún það vera 6,6 miljónir. Með hverjum reyndum lögfræðingi sé hægt að hraða málsmeðferð um 30 prósent. Ef gengið er út frá fjölda síðasta árs myndi hver lögfræðingur stytta málsmeðferðarhraða um þrjá til fjóra mánuði sem þýði að með tveimur lögfræðingum til viðbótar næðist að halda málsmeðferð innan 6 mánaða tímabils. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira
Forstjóri Útlendingastofunar segir hælisleitendur þurfa að bíða næstum þrisvar sinnum lengur en forsvaranlegt sé. Löng bið kosti samfélagið mikið fé auk þess sem biðin skapi mikla vanlíðan meðal fólks. Á þessu ári hafi orðið veruleg fjölgun meðal hælisleitenda og fyrirséð að biðin lengist enn. Málsmeðferð hælisleitendana tekur orðið um 15 mánuði í vinnslu hjá Útlendingastofnun. Kristín Völdundardóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að til að biðin teljist forsvaranleg eigi hún að vera hálft ár eða styttri. 86 hælisleitendur bíða nú afgreiðslu sinna mála langflestir þeirra eru í vistun á gistiheimilinu Fit í Reykjanessbæ. Af þeim komu 50 þeirra í fyrra og 10 komu 2010 eða 2009 . Veruleg fjölgun hefur orðið í ár en nú þegar hafa 26 sótt um hæli en á sama tíma höfðu 16 sótt um hæli. Þá hafa fimm vegalaus börn komið hingað ein síns liðs í ár. Þeirra mál eru sett í forgang en það þýðir aftur á móti að aðrir færast aftur í röðina. Langur málsmeðferðartími getur haft slæm áhrif á líðan umsækjanda sem margir hverjir hafa þegar gengið í gegnum miklar raunir. Biðin getur líka orðið til þess að umsækjendur einangrast frekar og aðlögun að íslensku samfélagi gengur verr fái þeir hæli. Þá má geta þess að veruleg fjölgun hefur orðið á dómum yfir hælisleitendum sem hingað koma með fölsuð vegabréf. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun voru dómar vegna þessa árið 6 talsins árið 2003, 2007 voru þeir 8 og 2011 voru þeir 36. Þessi þróun hefur í för með sér aukið álag á dómskerfi og fangelsi. Forstjóri Útlendingastofnunar bendir auk þess á að löng bið skapi mikinn kostnað fyrir samfélagið. Kostnaður vegna hvers hælisleitanda er bundin í vísitölu neysluverð og nemur nú 7.155 á dag. Meiri kostnaður fellur til vegna umönnunar barna en fullorðinna. Þannig má gera ráð fyrir því að kostnaður sem hlýst af fjögurra manna fjölskyldu sé 860 þúsund krónur á mánuði 10,3 miljónir á ári. Hún segir að þó starfsmenn Útlendingastofunar séu allir að vilja gerði ráði þeir ekki við fjöldann og því aukist biðin samhliða fjölgun hælisleitenda. Spurð hvað stöðugildi lögfræðings kosti á ári með orlofi og launatengdum gjöldum segir hún það vera 6,6 miljónir. Með hverjum reyndum lögfræðingi sé hægt að hraða málsmeðferð um 30 prósent. Ef gengið er út frá fjölda síðasta árs myndi hver lögfræðingur stytta málsmeðferðarhraða um þrjá til fjóra mánuði sem þýði að með tveimur lögfræðingum til viðbótar næðist að halda málsmeðferð innan 6 mánaða tímabils.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira