Íslensku sundgarparnir á Opna þýska meistaramótinu gerðu sér lítið fyrir og settu átta Íslandsmet á öðrum keppnisdegi mótsins. Jón Margeir Sverrison nældi í sín önnur gullverðlaun á mótinu.
Jón Margeir vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi í opnum flokki í gær. Hann bætti öðrum verðlaunapeningnum um hálsinn í dag með sigri í 800 metra skriði.
Thelma Björg Björnsdóttir setti tvö Íslandsmet í dag en listinn yfir Íslandsmethafana má sjá hér að neðan:
Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR
-100 metra skriðsund 1:31,67 mínútur
-50 metra flugsund 0:53,32 sekúndur
Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir
-800 metra skriðsund 9:00,03 mínútur
Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörður
-50 metra baksund 0:38,31 sekúndur
Marinó Ingi Adolfsson, ÍFR
-50 metra baksund 0:41,59 sekúndur
Guðmundur Hermannsson, KR
-50 metra baksund 0:39,90 sekúndur
Anna Kristín Jensdóttir, ÍFR
-200 metra bringusund 5:26,11 mínútur
Vignir Gunnar Hauksson, ÍFR
-50 metra bringusund 1:08,94 mínútur
