Manchester City fagnaði Englandsmeistaratitlinum með stuðningsmönnum sínum í Manchester í dag. Talið er að um 100 þúsund manns hafi fylgst með.
City varð meistari í gær í fyrsta sinn síðan 1968 eftir ótrúlegan lokaumferð í ensku úrvalsdeildinni. City var að tapa fyrir QPR, 2-1, en skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði sér þar með titilinn.
„Þetta voru bestu fimm mínúturnar í okkar lífi. Þetta var ótrúlegt augnablik," sagði knattspyrnustjórinn Roberto Mancini í dag.
Myndasyrpu frá sigurhátíðinni í dag má sjá hér fyrir neðan.
