Ástþór slær í gegn með ljósmyndabók Boði Logason skrifar 9. nóvember 2012 21:05 „Þetta er náttúrulega allt saman sölumennska - það er alltaf verið að selja hugmyndir og fegurð. Í þessu er það náttúrufegurð en í hinu er það persónufegurð," segir Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi, sem hefur nú alfarið snúið sér að ljósmyndun. Svo vel gengur hjá honum að vefur breska blaðið Daily Mail birtir umfjöllun um nýja ljósmyndabók sem hann gaf út á dögunum. Ljósmyndun er ekki ný fyrir Ástþóri því hann lærði tísku- og auglýsingaljósmyndun við hinn virta skóla Medway College of Art and Design í Bretlandi ungur að árum. Hann rak einnig ljósmyndastofu og framköllunarfyrirtæki um árabil. „Ég var með sýningu í Gallerí Fold í sumar, og er að gera myndir með nýrri tækni. Svokallaðar glögg-myndir, þetta eru alveg risastórar myndir allt upp í 1x2 metrar. Ég er núna að fara með þetta í erlend gallerí. Þetta áhugamál kallar alltaf aftur á mann. Ég byrjaði ævina í ljósmyndun og langar að enda hana í ljósmyndun," segir Ástþór. Bókin sem Ástþór var að gefa út nefnist á ensku Iceland Inside og birti vefur Daily Mail nokkrar litskrúðugar myndir úr bókinni og stutt viðtal við Ástþór. Ástþór hefur tekið því rólega frá því að forsetakosningarnar kláruðust í vor. „Ég er úti á Spáni núna, ég er með hús þar. Ég hef verið að fókusa á þessa ljósmyndun og er með síðuna gloggmynd.is. Þannig það er bara bjart í kringum mig." En er hann búinn að hafa samband við skrifstofu forsetans og biðja um að taka mynd af forsetanum, nú þegar hann er aftur farinn að taka myndir? „Nei ég hef nú ekki gert það ennþá," segir hann hlæjandi. „Ég kannski fæ að taka myndir af honum ef hann býður sig fram aftur." En ætlar hann að bjóða sig fram aftur eftir fjögur ár? „Ég veit það nú ekki, ég verð örugglega dauður áður en ég næ að bjóða mig fram aftur án þess að hann sé þarna," segir hann að lokum. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
„Þetta er náttúrulega allt saman sölumennska - það er alltaf verið að selja hugmyndir og fegurð. Í þessu er það náttúrufegurð en í hinu er það persónufegurð," segir Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi, sem hefur nú alfarið snúið sér að ljósmyndun. Svo vel gengur hjá honum að vefur breska blaðið Daily Mail birtir umfjöllun um nýja ljósmyndabók sem hann gaf út á dögunum. Ljósmyndun er ekki ný fyrir Ástþóri því hann lærði tísku- og auglýsingaljósmyndun við hinn virta skóla Medway College of Art and Design í Bretlandi ungur að árum. Hann rak einnig ljósmyndastofu og framköllunarfyrirtæki um árabil. „Ég var með sýningu í Gallerí Fold í sumar, og er að gera myndir með nýrri tækni. Svokallaðar glögg-myndir, þetta eru alveg risastórar myndir allt upp í 1x2 metrar. Ég er núna að fara með þetta í erlend gallerí. Þetta áhugamál kallar alltaf aftur á mann. Ég byrjaði ævina í ljósmyndun og langar að enda hana í ljósmyndun," segir Ástþór. Bókin sem Ástþór var að gefa út nefnist á ensku Iceland Inside og birti vefur Daily Mail nokkrar litskrúðugar myndir úr bókinni og stutt viðtal við Ástþór. Ástþór hefur tekið því rólega frá því að forsetakosningarnar kláruðust í vor. „Ég er úti á Spáni núna, ég er með hús þar. Ég hef verið að fókusa á þessa ljósmyndun og er með síðuna gloggmynd.is. Þannig það er bara bjart í kringum mig." En er hann búinn að hafa samband við skrifstofu forsetans og biðja um að taka mynd af forsetanum, nú þegar hann er aftur farinn að taka myndir? „Nei ég hef nú ekki gert það ennþá," segir hann hlæjandi. „Ég kannski fæ að taka myndir af honum ef hann býður sig fram aftur." En ætlar hann að bjóða sig fram aftur eftir fjögur ár? „Ég veit það nú ekki, ég verð örugglega dauður áður en ég næ að bjóða mig fram aftur án þess að hann sé þarna," segir hann að lokum.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira