Enski boltinn

Koscielny hrósar Van Persie fyrir varnarvinnuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin Van Persie.
Robin Van Persie. Mynd/AFP
Hollendingurinn Robin Van Persie er ekki bara skila mörkum og stoðsendingum til Arsenal-liðsins því liðsfélagi hans Laurent Koscielny sá ástæðu til þess að vekja athygli á því að hollenski framherjinn eigi þátt í bættum varnarleik liðsins.

Arsenal hefur unnið sex deildarleiki í röð og er komið upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í síðustu fjórum leikjum í deild og Meistaradeild.

„Þetta er ekki bara varnarlínunni að þakka því þetta snýst um allt liðið," sagði Laurent Koscielny í viðtali á heimasíðu Arsenal.

„Robin (van Persie) hefur unnið vel fyrir liðið og hjálpað okkur mikið. Það er allt liðið sem er að verjast og það er allt liðið sem sækir. Við spiluðum vel á móti Everton," sagði Koscielny.

„Við þurfum nú að halda þessu áfram og gera eins vel á móti Aston Villa," sagði Koscielny en Villa-liðið kemur í heimasókn á Emirates um helgina.

Robin Van Persie hefur annars skorað 26 mörk í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og gaf ennfremur sína 11. stoðsendingu þegar hann lagði upp sigurmark Thomas Vermaelen á móti Everton. Van Persie er búinn að skora 7 mörk og gefa 5 stoðsendingar í sigurgöngunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×