Erlent

Romney að tapa stuðningi meðal eldri borgara

Ný skoðanakönnun sem gerð var meðal eldri borgara í Bandaríkjunum sýnir að Mitt Romney er að tapa stuðningi þeirra.

Könnunin, sem gerð var af Ipsos/Reuters meðal Bandaríkjamanna sem komnir eru yfir 60 ára aldurinn, sýnir að forskot Romney á Barack Obama Bandaríkjaforseta meðal þessa fólks hefur minnkað úr 20% og niður í tæp 4% á síðustu dögum.

Ástæðan fyrir þessum minnkandi stuðningi eru einkum áform þeirra Romney og Raul Ryan um að stokka upp Medicare eða stóran hluta af hinu opinbera heilbrigðiskerfi landsins. Flestir eldri borgarar styðjast við aðstoð frá þessu kerfi, það er þeir sem ekki hafa efni á að borga einkalæknum fyrir læknisþjónustu.

Jonathan Oberlander sérfræðingur í heilbrigðismálapólitík við háskólann í Norður Karólínu segir að ef Romney tapar stuðningi eldri borgara muni hann tapa komandi forsetakosningum. Slík sé algerlega á hreinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×