Enski boltinn

Tevez kemur til Manchester í dag | Næstum því seldur í janúar

Tevez getur verið barnalegur.
Tevez getur verið barnalegur.
Carlos Tevez snýr aftur til Man. City eftir að hafa verið fjarverandi í Argentínu síðustu mánuði. Þangað flúði Tevez og neitaði að koma til baka.

Það verður væntanlega framhald á sirkusinum í kringum hann næstu daga þar sem hann sakaði stjóra City, Roberto Mancini, um að fara með sig eins og hund í gær.

Tevez tjáði blaðamönnum á flugvellinum í Buenos Aires í gær að litlu hefði munað að hann hefði komist til annars félags í janúar.

"Orðrómarnir voru sannir en hlutirnir gengu ekki upp og ég er því enn í eigu City. Þess vegna verð ég að fara til baka," sagði Tevez en það verður nóg að gera hjá sáttasemjurum City á næstunni.

"Nú þarf ég að mæta á æfingar og hitta alla á nýjan leik. Það verður svo að koma í ljós hvernig stuðningsmenn félagsins taka á móti mér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×