Enski boltinn

Aron og félagar unnu langþráðan sigur | Coventry vann án Hermanns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson Mynd/AFP
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City unnu 3-1 sigur á Peterborough í ensku b-deildinni í kvöld en þetta fyrsti deildarsigur Cardiff-liðsins í fjórum leikjum síðan að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik enska deildarbikarsins á móti Liverpool.

Cardiff-liðið var aðeins búið að ná í eitt stig út úr síðustu þremur leikjum sínum í deildinni en þessi sigur tryggir þeim 3. sætið í deildinni.

Öll þrjú mörk Cardiff komu á sex mínútna kafla í lok fyrri hálfleiksins. Peter Whittingham (34. mínúta), Rudy Gestede (38. mínúta) og Haris Vuckic (40. mínúta) skoruðu mörkin.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliðinu og lék fyrstu 72 mínútur leiksins. Peterborough náði að minnka muninn á 90. mínútu eftir að íslenski miðjumaðurinn var farinn af velli.

Hermann Hreiðarsson gat ekki leikið með Coventry vegna meiðsla en liðið vann engu að síður dramatískan 2-1 heimasigur á Leeds. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á þriðju mínútu í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×