Innlent

Horfði á bíómynd á meðan flugstjórinn brenndi eldsneyti

Frá lendingu flugvélarinnar í kvöld.
Frá lendingu flugvélarinnar í kvöld. Mynd/ Páll Ketilsson
Örfáir farþegar nýttu sér áfallahjálp Rauða Krossins í kvöld samkvæmt upplýsingum frá fulltrúum áfallateymisins. Farþegi sem fréttastofa ræddi við saqðist hafa horft á bíómynd á meðan beðið var eftir því að lenda.

Svo virðist sem farþegar boeing-þotu Icelandair hafi verið rólegir þrátt fyrir mikinn viðbúnað á jörðu niðri. Flugstjórinn upplýsti farþega oft og vel samkvæmt farþega sem fréttastofa ræddi við. Alls voru 191 farþegi um borð.

Flestir farþeganna nýttu sér tilboð flugfélagsins um að fljúga aftur til Bandaríkjanna í nótt. Örfáir ákváðu þó að sleppa fluginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×